Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
139. fundur 10. júní 2013 kl. 17:00 - 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Guðný Stefanía Stefánsdóttir varaformaður
  • Gauti Geirsson aðalmaður
  • Kristján Óskar Ásvaldsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Bryndís Ásta Birgisdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Dagur H Rafnsson mætti ekki og enginn í hans stað. Einnig sátu fundinn Pétur Markan, framkvæmdastjóri HSV og Patrekur Súni Reehaug, íþróttafulltrúi.

1.Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar - 2011030095

Lögð fram þarfagreining aðildarfégaga HSV.
Lagt fram til kynningar og vinnslu frestað til næsta fundar, sem verður miðvikudaginn 19. júní kl. 8:00. HSV leggur mikla áherslu á að úrvinnsla verði unnin í samvinnu við HSV.

2.Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2012 - 2012110041

Lögð fram bókun stjórnarfundar HSV er varða breytingar á kjöri íþróttamanns Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar.

3.Hagir og líðan nemenda í Ísafjarðarbæ 2013 - 2013050075

Lagðar fram tvær skýrslur frá Rannsóknum og greiningu með niðurstöðum rannsókna á högum og líðan barna í Ísafjarðarbæ árið 2013.
Lagt fram til kynningar.

4.Stefnumótum í atvinnumálum Ísafjarðarbæjar - 2010080057

Lögð fram drög að atvinnumálastefnu Ísafjarðarbæjar.
Nefndin leggur blessun sína yfir textann með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.

5.Fjárhagsáætlun 2014 - 2013060033

Sviðsstjóri fór í grófum dráttum yfir það vinnulag sem verða mun í nefndinni við vinnslu fjárhagsáætlunargerðar 2014.
Vinnunni frestað til næsta fundar.
Önnur mál
2013-06-0056. Lögð fram til kynningar árskýrsla HSV og nefndarmönnum afhent eintak.
Nefndin fagnar skýrslunni og óskar Héraðssambandinu til hamingju með vel unnin störf.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?