Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
209. fundur 03. júní 2020 kl. 08:10 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Elísabet Samúelsdóttir formaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
  • Guðný Stefanía Stefánsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Stefanía Ásmundsdóttir Sviðstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundarnefndar.
Verkefnalisti lagður fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun 2021 - 2020050032

Lögð fram gjaldskrá íþróttamannvirkja Ísafjarðarbæjar 2020.
Lagt fram til kynningar.

3.Uppbyggingaráætlun - 2019090080

Lagðar fram uppbyggingaráætlanir (verkáætlanir) aðildafélaga HSV til næstu 5 ára.
Lagt fram til kynningar. Sviðsstjóra falið að vinna verkefnið áfram.

4.Uppbyggingasamningar 2020 - 2019080035

Lagt fram uppkast að breyttu umsóknarferli uppbyggingasamninga.
Lagt fram til kynningar.
Guðný Stefanía Stefánsdóttir tók til máls undir liðnum önnur mál.
Guðný Stefanía hefur miklar áhyggjur af vallarsvæðinu við Torfnesvöll, lítið sem ekkert hefur verið unnið við fótboltavöllinn og er hann ekki í góðu ásigkomulagi. Ekkert hefur verið gert fyrir völlinn í vetur til að koma í veg fyrir kal og vinnan hófst mjög seint í vor. Það sé ólíðandi að ár eftir ár skuli koma upp vandræði í sambandi við vinnu við völlinn og einnig við Vallarhúsið. Allt svæðið, grasvöllur, gervigrasvöllur og umhverfi beggja, heyrir undir íþróttahúsið á Torfnesi og starfsfólk þess. Því hlýtur skylda þess að vera umönnun og umhirða svæðisins, og skiptir þar engu hvað, og hver, á í hlut.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?