Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
206. fundur 04. mars 2020 kl. 08:10 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Elísabet Samúelsdóttir formaður
  • Sif Huld Albertsdóttir varaformaður
  • Kristján Jónsson varamaður
  • Ingibjörg Elín Magnúsdóttir varamaður
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Stefanía Ásmundsdóttir Sviðstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Verkefnalisti íþrótta- tómstundanefndar. - 2014030064

Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Verkefnalisti lagður fram.

2.Uppbyggingasamningar 2020 - 2019080035

Uppbyggingarsamningar 2020, úthlutun til íþróttafélaga.
Nefndin leggur til að úthlutað verði til þeirra sex félaga sem sóttu um fyrir árið 2020. Nefndin leggur áherslu á að félögin skili lokaskýrslu um verkið 15. nóvember 2020. Heildarúthlutun er kr. 12.000.000,- sem skiptist þannig að sex félög fái kr. 1.833.000,- og ein deild innan SFÍ fái kr. 1.000.000,-.

3.Sundlaug Flateyrar tjón á þakvirki - 2019060070

Sviðsstjóri fer yfir stöðu mála vegna leka á þaki sundlaugar Flateyrar.
Staða kynnt.

4.Neyðarbúnaður í íþróttamannvirkjum - 2020030004

Héraðssamband Vestfjarða HSV óskar eftir úttekt á neyðarbúnaði í íþróttamannvikjum Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?