Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
202. fundur 04. desember 2019 kl. 08:10 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Elísabet Samúelsdóttir formaður
  • Sif Huld Albertsdóttir varaformaður
  • Baldvina Karen Gísladóttir aðalmaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Stefanía Ásmundsdóttir
Dagskrá

1.Birting fylgiskjala fundargerða á vef Ísafjarðarbæjar - verklagsreglur 2018 - 2018100068

Hjördís Þráinsdóttir, skjalastjóri, mætir til fundar til að ræða birtingu fylgiskjala með fundargerðum.

2.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Verkefnalisti desember 2019.
Verkefnalisti lagður fram.

3.Knattspyrna - 2019100046

Ósk knattspyrnudeildar Vestra um rekstur knattspyrnuvallar á Torfnesi sumarið 2020.
Nefndin sér sér ekki fært að verða við samningsdrögum. Nefndin leggur til að farið verði í frekari vinnu að lausn að bættu verklagi og samstarfi Ísafjarðarbæjar og Vestra knattspyrnu.

4.Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar - framtíðarsýn og tækjakostur - 2018120078

Ósk um sölu á léttvíni og bjór á skíðasvæði Ísafjarðarbæjar.
Nefndin tekur jákvætt í erindið. Leggur jafnframt áherslu á að forstöðumaður skíðasvæðis virði og fari eftir þeim áherslum og lögum sem fylgja sölu á léttvíni og bjór einkum er varðar hóf og lýðheilsu. Einnig telur nefndin mikilvægt að gæta hagsmuna barna- og unglinga í tengslum við meðferð léttvíns og bjórs.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?