Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
200. fundur 16. október 2019 kl. 08:10 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Elísabet Samúelsdóttir formaður
  • Sif Huld Albertsdóttir varaformaður
  • Karen Gísladóttir aðalmaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Stefanía Ásmundsdóttir Sviðstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Staða á verkefnalista kynnt.
Verkefnalisti lagður fram til kynningar.

2.Uppbyggingasamningar 2019 - 2018080049

Ósk um breytingar á uppbyggingasamningi SFÍ 2019
Nefndin samþykkir breytingu á uppbyggingarsamning við SFÍ.

3.Opnun íþróttamiðstöðvar á Þingeyri haust 2019 - 2019080037

Ósk um lengri opnunartíma í Íþróttamiðstöðinni á Þingeyri.
Nefndin tekur vel í erindið og fagnar auknum umsvifum íþróttamiðstöðvar. Nefndin leggur til aukningu á opnunartíma um 12 klukkustundir á viku til þess að mæta aukinni eftirspurn meðal annars vegna íþróttaviðburða aðildafélaga HSV. Nefndin leggur til að sviðsstjóri uppfæri kostnaðarmat og leggi fyrir bæjarráð.

4.Knattspyrna - 2019100046

Ósk um viðræður vegna vallarsvæðis á Torfnesi.
Nefndin óskar eftir samtali við Vestra - knattspyrnu. Sviðsstjóri vinnur málið áfram og kemur með greinargerð á næsta fund nefndarinnar.

5.Skapandi sumarstörf - 2019100027

Á 442. fundi bæjarstjórnar sem haldinn var 10. október sl. var samþykkt tillaga bæjarfulltrúa Í-listans um að íþrótta- og tómstundanefnd verði falið að skoða verkefni um skapandi sumarstörf fyrir ungt hæfileikafólk í sveitarfélaginu. Markmiðið með skapandi sumarstörfum er að gera ungu hæfileikaríku fólki kleift að vinna að listum sínum og miðla til annarra.
Skapandi sumarstörf eru hugsuð fyrir einstaklinga og hópa sem hafa áhuga á að efla listsköpun sína og um leið glæða sveitarfélagið lífi með listrænum og skapandi uppákomum, og styðja við sterka menningarímynd sveitarfélagsins. Svona störf henta ungmennum með fjölbreyttan áhuga, til dæmis á sviðslistum, kvikmyndagerð, myndlist eða tónlist afar vel. Starfið verði mótað að áhugasviði þátttakenda, en verkefnin þurfi að uppfylla ákveðna skapandi þjónustu við samfélagið, til að mynda með pop-up viðburðum við mismunandi tækifæri.
Nefndin þakkar fyrir áhugaverða tillögu. Nefndin vísar tillögu til atvinnu- og menningarmálanefndar þar sem nefndin telur að verkefnið falli betur þar undir.

6.Heilsa og lífskjör skólanema á Íslandi (HBSC) 2018 - 2019010011

Lögð fram kynning á niðurstöðum landslæknis um hjólreiðar grunnskólabarna.
Lagt fram til kynningar. Nefndin þakkar fyrir áhugaverða kynningu og vísar kynningunni áfram til Heilsueflandi samfélags, ungmennaráðs og fræðslunefndar til umræðu.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?