Hátíðarnefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Hátíðarhöld á Byggðasafni Vestfjarða - 2015090060
Lagður er fram tölvupóstur Jóns Sigurpálssonar, forstöðumanns Byggðasafns Vestfjarða, frá 8. febrúar sl., varðandi hátíðarhöld í Byggðasafninu í sumar.
Hátíðarnefnd telur saltfiskveislu á föstudeginum 16. júlí vera góða framlengingu á þeim hátíðarhöldum sem fram fara í Neðsta kaupstað og felur starfsmanni nefndarinnar að ræða við bréfritara.
2.Klukkuport í Neðsta kaupstað - 2015090060
Lagður er fram tölvupóstur Jóns Sigurpálssonar, forstöðumanns Byggðasafns Vestfjarða, frá 2. febrúar sl., varðandi klukkuportið í Neðsta kaupstað.
Hátíðarnefnd tekur vel í verkefnið, felur starfsmönnum nefndarinnar að vinna að fjármögnun verksins og koma með tillögu fyrir næsta fund hátíðarnefndar.
3.Almenn skipulagning hátíðarhalda í tengslum við afmæli Ísafjarðarbæjar árið 2016 - 2015090060
Hátíðarhöld 14.-17. júlí nk. í tilefni afmælis Ísafjarðarbæjar
Unnið var að frekari vinnu dagskrár og undirbúnings hátíðarhaldanna í júlí.
Fundi slitið - kl. 09:19.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?