Hátíðarnefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
2. fundur 01. desember 2015 kl. 08:00 - 09:15 í fundarsal 2.hæð
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Jónas Þór Birgisson
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Inga Steinunn Ólafsdóttir
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Strandlínan á Ísafirði Eyrin á Ísafirði í fortíð og nútíð - 2015100021

Lagt er fram erindi Margrétar Birnu Auðunsdóttur og Heiðar Maríu Loftsdóttur frá 7. október sl., varðandi upprunalegu strandlínuna á Ísafirði. Erindinu var vísað til umfjöllunar í hátíðarnefnd af umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur starfsmanni sínum að ræða við bréfritara um aðrar mögulegar útfærslur.

2.Ísafjaðarapp - 2015110052

Lagt er fram tilboð Locatify ehf. í Ísafjarðarapp frá 27. október sl.
Lagt fram til kynningar.

3.Hátíðarnefnd í tengslum við 20 ára afmæli Ísafjarðarbæjar og 150 kaupstaðarafmæli Ísafjarðar - 2015090060

Umræður um dagskrá.
Rætt um mögulega dagskrárliði hátíðarhaldanna.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?