Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
206. fundur 04. september 2019 kl. 12:00 - 12:25 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson formaður
  • Anna Ragnheiður Grétarsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Baldursson varamaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Högni Gunnar Pétursson varaformaður
Starfsmenn
  • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir Upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Hafnargerð og dýpkun við Sundabakka á Ísafirði. Mat á umhverfisáhrifum. Tillaga að matsáætlun. - 2016090029

Fyrir fundinum liggur skýrsla unnin af Verkís vegna mats á umhverfisáhrifum er varðar fyrirhugaðrar dýpkunar og lengingu Sundabakka á Ísafirði. Höfundar skýrslunar eru Gunnar Páll Eydal, Margrét Traustadóttir, Sigmar Arnar Steingrímsson og Elín Vignisdóttir. Verkefnisstjóri við gerð skýrslunar var Gunnar Páll Eydal.
Hafnarstjórn fagnar því að skýrslan sé komin fram og vísar henni til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og bæjarráði Ísafjarðarbæjar.

Útdráttur úr skýrslunni:
Ísafjarðarbær áformar frekari uppbyggingu á Sundabakka í Skutulsfirði. Áformað er að lengja Sundabakkann um 300 m og dýpka framan við bakkann niður á 11 m dýpi. Ráðast þarf í landfyllingu innan við viðlegukantinn og verður hið uppdælda efni nýtt í fyllinguna. Umframefni verður nýtt í aðrar framkvæmdir eins og kostur er.
Í tillögu að matsáætlun er fyrirhugaðri framkvæmd og framkvæmdarsvæði lýst. Greint er frá helstu áhrifaþáttum framkvæmdarinnar og hvaða áhrifaþættir verða í brennidepli í mati á umhverfisþáttum. Fyrirliggjandi gögnum varðandi umhverfis- og áhrifaþætti framkvæmdarinnar er lýst og greint er frá frekari upplýsingaöflun sem nauðsynlegt er að ráðast í til að hægt sé að meta umhverfisáhrif framkvæmdar. Fjallað er um samræmi við gildandi skipulag og loks er farið yfir hvernig staðið verður að samráði og kynningu matsins.

2.Leiðbeiningar fyrir stjórnendur skemmtiferðaskipa. - 2019050049

Fyrir fundinum liggja leiðbeiningar fyrir stjórnendur skemmtiferðaskipa á íslensku og ensku sem gerðar eru fyrir tilstuðlan Umhverfisstofnunar, Landhelgisgæslu og Samgöngustofu er varðar siglingar og landtöku skemmtiferðaskipa utan hafnasvæða.
Leiðbeiningar lagðar fram til kynningar.

Hafnarstjórn óskar eftir því að leiðbeiningarnar verði birtar á vef Ísafjarðarbæjar.

3.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2019-2020 - 2019030067

Fyrir fundinum liggur fundargerð 414. fundar Hafnasambands Ísands.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

4.Siglingaráð - fundargerðir - 2019050049

Fyrir fundinum liggja fundargerðir Siglingaráðs, fundir 14, 15 og 16.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:25.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?