Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
205. fundur 29. júlí 2019 kl. 12:00 - 12:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson formaður
  • Anna Ragnheiður Grétarsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Högni Gunnar Pétursson varaformaður
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Dagskrá
Sigríður Gísladóttir mætti ekki og enginn í hennar stað.

1.Innovative solutions for sustainable tourism in Nordic harbor towns - 2019050056

Lagður fram tölvupóstur Natösju Quist Flavet, dagsettur 16. maí sl., vegna verkefnis um sjálfbæra ferðaþjónustu í hafnarbæjum.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1064. fundi sínum 3. júní sl., og var jákvætt fyrir verkefninu, en óskaði eftir umsögn hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna málið áfram.

2.Endurnýjun björgunarskips á Ísafirði - 2019050078

Lögð fram drög að samningi hafnarsjóðs og Björgunarbátasjóðs SVÍ á Vestfjörðum vegna nýs björgunarbáts sem verið er að kaupa frá Noregi.
Lagt fram til kynningar. Hafnarstjóra falið að vinna málið áfram m.t.t. fjárhagsáætlunarvinnu 2020.

3.Umsókn um lóð fyrir hafnsækna starfsemi við Suðurtanga 20 - 2019060015

Skipulags- og mannvirkjanefnd vísaði á fundi sínum þann 12. júní sl., eftirfarandi erindi til frekari umræðna í Hafnarstjórn.

Erindi frá Högna Gunnari Péturssyni meðfylgjandi eru umsókn um aðstöðu á Suðurtanga. Fylgigögn eru erindisbréf dags. 31.05.2019.
Högni Gunnar Pétursson kynnir verkefnið fyrir hafnarstjórn og víkur af fundi kl. 12:19 við afgreiðslu málsins.

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að kostnaðarmeta framkvæmdina og skoða hvernig svona málum er háttað hjá öðrum sveitarfélögum.
Högni Gunnar Pétursson víkur af fundi kl 12:19 og kemur aftur á fund kl. 12:22.

4.Bryggjudælur á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri - 2019070029

Lagt fram bréf frá Olís, ódagsett en barst í júní sl., þar sem óskað er athugasemda hafnarstjórnar vegna uppsetningar á bryggjudælum á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur hafnarstjóra að ganga til samninga við Olís.

5.Aðgerðaráætlun um orkuskipti í íslenskum höfnum - með áherslu á raftengingar til skipa í höfn - 2019050049

Lögð fram skýrslan „Aðgerðaráætlun um orkuskipti í íslenskum höfnum - með áherslu á raftengingar til skipa í höfn“, dagsett í nóvember 2018.
Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerð 14. fundar siglingaráðs - 2019050049

Lögð fram fundargerð 14. fundar siglingaráðs frá 7. mars sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2019-2020 - 2019030067

Lögð fram fundargerð 413. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 15. maí sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?