Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
203. fundur 21. mars 2019 kl. 12:00 - 12:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson formaður
  • Sigríður Gísladóttir aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson varaformaður
  • Högni Gunnar Pétursson varaformaður
  • Jóhann Bæring Gunnarsson varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Möguleg sameining hafnarsjóða Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps - 2019020051

Lagt fram bréf Péturs Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps, dagsett 7. febrúar, þar sem óskað er eftir fundi vegna mögulegrar sameiningar hafnarsjóða Súðavíkurhrepps og Ísafjarðarbæjar.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið, en leggur áherslu á að möguleg stofnun hafnasamlags hafi ekki áhrif á uppbyggingaráform hafna Ísafjarðarbæjar, og leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjóra og hafnarstjóra verið falið að leiða viðræður við fulltrúa Súðavíkurhrepps.

2.Umhverfismat á Sundabakkarsvæði - 2017050124

Lagt fram minnisblað Fannars Gíslasonar f.h. Vegagerðarinnar, dags. 19. mars, um gerð umhverfismats vegna stækkunar Sundabakka á Ísafirði.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að ganga til samninga við VerkÍs á Ísafirði um gerð umhverfismats.

3.Endurbygging löndunarkants á Suðureyri - 2019030066

Lagt fram minnisblað hafnarstjóra, dags. 19. mars, varðandi endurbyggingu löndunarkants á Suðureyri.
Lagt fram til kynningar.

4.Umræður um Þingeyrarhöfn og Flateyrarhöfn - 2018080027

Lögð fram beiðni Högna Péturssonar varaformanns varðandi umræður um málefni hafnanna á Þingeyri og Flateyri.
Rætt um málefni hafnanna á Þingeyri og Flateyri, m.a. um ástand dekkja. Fram kom í umræðunum að framkvæmdum við rafkerfi Flateyrarhafnar er lokið, en kerfið skemmdist mikið í flóði nýverið.

5.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2019-2020 - 2019030067

Lagðar fram fundargerðir 409. og 410. funda stjórnar Hafnasambands Íslands.
Lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?