Hafnarstjórn
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Haukur Sigurðsson kom til fundar klukkan 12.00.
1.Ísafjarðarappið - umsókn um styrk - 2018010064
Á 1002. fundi bæjarráðs 22. janúar sl. var lögð fram styrkbeiðni Hauks Sigurðssonar, er barst með tölvupósti 16. janúar sl., þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 1.000.000, fyrir 'Ísafjarðarappið', smáforrit fyrir snjallsíma með fræðslu fyrir ferðamenn um fólk, menningu og sögu Ísafjarðar.
Á 1003. fundi bæjarráðs, 29. janúar sl., var tekið jákvætt í erindið og hafnarstjórn falið að sjá um afgreiðslu þess.
Haukur Sigurðsson mætir til fundar við hafnarstjórn og greinir frá hugmynd sinni.
Á 1003. fundi bæjarráðs, 29. janúar sl., var tekið jákvætt í erindið og hafnarstjórn falið að sjá um afgreiðslu þess.
Haukur Sigurðsson mætir til fundar við hafnarstjórn og greinir frá hugmynd sinni.
Hafnarstjórn hefur ekki yfir að ráða styrkjum til verkefna sem þessara og bendir á að Ísafjarðarbær leggur fé til atvinnumála bæði í gegnum atvinnu- og menningarmálanefnd og í gegnum Uppbyggingarsjóð Vestfjarða. Erindinu er því hafnað, þó áhugavert sé.
Haukur Sigurðsson yfirgaf fundinn klukkan 12.12.
2.Ársreikningur hafnarsjóðs 2017. - 2017030024
Kynnt drög að ársreikningi hafnarsjóðs fyrir árið 2017.
Lagt fram til kynningar.
3.Komur skemmtiferðaskipa - ýmis mál 2018-2019 - 2018030094
Lagt fram minnisblað hafnarstjóra, dagsett 22. mars sl., varðandi upplýsingarit, kolefnisjöfnun og upplýsingabás vegna komu skemmtiferðaskipa.
Lagt fram til kynningar. Hafnarstjórn tekur jákvætt í hugmyndir hafnarstjóra og felur honum að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
4.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2017-1018 - 2017020060
Fundargerðir 400. og 401. fundar stjórnar hafnasambands Íslands frá 22. janúar og 26. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.
5.Móttaka ferðamanna í Ísafjarðarkirkju - 2018030075
Lagt fram minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar upplýsingafulltrúa um mögulegt stöðugildi vegna vöktunar og þrifa á Ísafjarðarkirkju yfir sumartímann.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur hafnarstjóra og upplýsingafulltrúa að vinna málið áfram.
6.Mávagarður - viðlegustöpull - 2016120059
Umræður um viðlegustöpul við Mávagarð.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála og upplýsti að verklok samkvæmt samningi verða fyrir 1. júní.
Baldur Ingi Jónasson, mannauðsstjóri Ísafjarðarbæjar, kom til fundar klukkan 12.58.
7.Ísafjarðarhöfn - starfsmannamál - 2017030024
Starfsmannamál.
Rætt um starfsmannamál á Ísafjarðarhöfn.
Baldur Ingi Jónasson yfirgaf fundinn klukkan 13.08.
8.Umsókn um stöðuleyfi - 2018030018
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskaði á fundi sínum nr. 494 eftir afstöðu Hafnarstjórnar vegna eftirfarandi erindis.
Robert Schmidt sækir um stöðuleyfi f.h. Icelandic Pro Fishing, vegna uppsáturs báta fyrir veturinn 2018-2019, einnig er sótt um heimild fyrir aðstöðugám. Fylgigögn eru tölvupóstur dags. 17.01.2017
Ódagsettur uppdráttur frá tæknideild og ljósmyndir.
Robert Schmidt sækir um stöðuleyfi f.h. Icelandic Pro Fishing, vegna uppsáturs báta fyrir veturinn 2018-2019, einnig er sótt um heimild fyrir aðstöðugám. Fylgigögn eru tölvupóstur dags. 17.01.2017
Ódagsettur uppdráttur frá tæknideild og ljósmyndir.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við umsóknina.
Fundi slitið - kl. 13:10.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?