Hafnarstjórn
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Sindragata 7 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi - 2017080053
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar umsagnar hafnarstjórnar á eftirfarandi erindi:
Karl Ásgeirsson leggur fram fyrirspurn til bæjaryfirvalda f.h. 3X - Tecnology um hvort fyrirtækinu sé heimilt að gera breytingu á deiliskipulagi Sindragötu 5-7 þar sem byggingarreitur á lóð 5 er stækkaður og nýtingarhlutfall er hækkað úr 0.7 í 1 Fyrirtækið hyggur á stækkun vegna vaxandi umsvifa og áformar að stækka tengibyggingu á milli Sindragötu 5 og 7 jafnframt stækka húsið að Sindragötu 5 í átt að Sundabakka, þar sem byggingarlína yrði samsíða byggingarlínu Sindragötu 3 og kemur til með að mynda heildstæða götumynd. Meðfylgjandi er afstöðumynd frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. jan. 2018 og erindisbréf dags. 22.01.2018.
Karl Ásgeirsson leggur fram fyrirspurn til bæjaryfirvalda f.h. 3X - Tecnology um hvort fyrirtækinu sé heimilt að gera breytingu á deiliskipulagi Sindragötu 5-7 þar sem byggingarreitur á lóð 5 er stækkaður og nýtingarhlutfall er hækkað úr 0.7 í 1 Fyrirtækið hyggur á stækkun vegna vaxandi umsvifa og áformar að stækka tengibyggingu á milli Sindragötu 5 og 7 jafnframt stækka húsið að Sindragötu 5 í átt að Sundabakka, þar sem byggingarlína yrði samsíða byggingarlínu Sindragötu 3 og kemur til með að mynda heildstæða götumynd. Meðfylgjandi er afstöðumynd frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. jan. 2018 og erindisbréf dags. 22.01.2018.
Hafnarstjórn setur sig ekki upp á móti framkvæmdinni.
Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs, kom til fundar klukkan 12.15.
2.Mávagarður Viðlegustöpull - Umsókn um framkvæmdarleyfi - 2016120059
Lagt fram bréf frá Vegagerðinni, dagsett 24. janúar 2018, þar sem óskað er heimildar hafnarstjórnar Ísafjarðarhafna til að hefja samningaviðræður við lægstbjóðanda vegna byggingar viðlegustöpuls við Mávagarð og djúpþjöppun við Flateyrarhöfn.
Hafnarstjórn heimilar Vegagerðinni að ganga til samninga við lægstbjóðanda, en ítrekar að sá hluti verksins sem snýr að framkvæmdum á Flateyri er til kominn vegna mistaka við framkvæmdir á vegum ríkisins á sínum tíma.
3.Árnagata 1 - kaup á húsnæði - 2018010099
Lagt fram minnisblað Guðmundar M. Kristjánssonar hafnarstjóra varðandi möguleg kaup á húsnæði á Ísafjarðarhöfn.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að kanna ástand hússins sem og kostnað við kaup og leigu og leggja málið að nýju fyrir nefndina.
Brynjar Þór Jónasson yfirgaf fundinn klukkan 12.37.
Fundi slitið - kl. 12:40.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?