Hafnarstjórn
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Gjaldskrá 2018 - 2017020049
Kynnt drög að breytingu á gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar 2018.
Nefndin leggur til að breytt gjaldskrá verði samþykkt og birt í B-deild Stjórnartíðinda.
2.Dreifibréf Hafnasambands Íslands - 2017020060
Fyrir fundinum liggur bréf Samgöngustofu til Hafnasambands Íslands, dagsett 6. desember sl., vegna öryggismála í höfnum landsins.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir því hvaða öryggisráðstafanir er nauðsynlegt að ráðast í.
3.Þróun hafnarsvæðis - doktorsverkefni - 2017050101
Kynnt uppkast af skýrslu eftir Majid Eskafi, dagsett í nóvember 2017, vegna doktorsverkefnis hans við Háskóla Íslands.
Kynnt fyrir hafnarstjórn.
4.Hafnasamband Íslands - fundargerð 399. fundar stjórnar Hafnasambandsins - 2017020060
Lögð fram fundargerð 399. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 1. desember sl.
Lagt fram til kynningar.
5.Mávagarður Viðlegustöpull - 2016120059
Hafnarstjóri skýrir frá stöðu verkefnisins.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir því að verkið er í útboði ásamt djúpþjöppun á Flateyri. Tilboð verða opnuð klukkan 14.15 miðvikudaginn 17. janúar.
Fundi slitið - kl. 12:30.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?