Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
194. fundur 07. nóvember 2017 kl. 12:00 - 13:20 Hótel Ísafjörður
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Jóna Benediktsdóttir varaformaður
  • Sigurður Jóhann Hafberg aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049

Lagt fram minnisblað Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra, dagsett 21. október sl., um framkvæmdir og fjárfestingar 2018 ásamt tillögu um hækkun gjaldskrár 2018.
Á 193. fundi hafnarstjórnar, 31. október sl., var málinu frestað til næsta fundar.
Hafnarstjóri fór yfir eintaka liði og svaraði spurningum nefndarmanna. Hafnarstjórn vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2018.

2.Gjaldskrá 2018 - 2017020049

Lögð fram til staðfestingar, uppfærð gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar.

Almennt hækka gjaldskrár samkvæmt verðbólguspá sem nú er 2,5% en farþegagjald hækkar um 25 krónur fyrir hvern fullorðinn og 12,5 krónur fyrir börn, samkvæmt áætlun frá 2016. Rafmagn hækkar um 9,4% sem er hækkun Orkubús Vestfjarða til hafna Ísafjarðarbæjar, milli gjaldskrárhækkana 2017 til 2018.
Hafnarstjórn vísar málinu til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2018.

3.Skýrsla Samtaka Iðnaðarins - hafnahluti - 2017110015

Fyrir fundinum liggur hluti skýrslu Samtaka Iðnaðarins um innviði og ástand innviða, eða sá hluti hennar sem fjallar um hafnir á Íslandi.
Lagt fram til kynningar.

4.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2017-1018 - 2017020060

Lögð fram fundargerð 398. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, sem haldinn var 25. október sl.
Lagt fram til kynningar.

5.Mávagarður Viðlegustöpull - Umsókn um framkvæmdarleyfi - 2016120059

Lagt fram bréf Sigurðar Áss Grétarssonar, f.h. Vegagerðarinnar, dagsett 30. október sl., vegna mögulegra breytinga á hönnun og framkvæmd við viðlegustöpul á Mávagarði.
Á 193. fundi hafnarstjórnar, 31. október sl., var erindinu frestað til næsta fundar.
Hafnarstjórn frestar afgreiðslu málsins.
Fylgiskjöl:

6.Flotbryggja við Olíumúla - 2017100079

Lagt fram bréf Jóns Reynis Sigurvinssonar og Torfa Einarssonar, dagsett 30. október sl., þar sem óskað er eftir því að í fjárhagsáætlun næsta árs verði gert ráð fyrir flotbryggju úr steinsteyptum einingum við hlið þeirrar sem fyrir er við Olíumúla.
Á 193. fundi hafnarstjórnar, 31. október sl., var málinu frestað til næsta fundar.
Hafnarstjórn telur óraunhæft að gera ráð fyrir byggingu flotbryggju á næsta fjárhagsári, en felur hafnarstjóra að svara bréfritara og gera minnisblað til bæjarráðs.

7.Þararækt- Svæði undir tilraun nemenda - 2017100073

Lisa Vidal og Háskólasetur Vestfjarða óska eftir leyfi fyrir tilraunasvæði til þararæktar við Grænagarðsbryggju skv. meðfylgjandi bréfi dagsettu 30. október sl.
Á 193. fundi hafnarstjórnar, 31. október sl., var erindinu frestað til næsta fundar.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við að leyfi verði veitt.

Fundi slitið - kl. 13:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?