Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
193. fundur 31. október 2017 kl. 12:00 - 13:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Jóna Benediktsdóttir varaformaður
  • Sigurður Jóhann Hafberg aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Hálfdán B. Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Fyrirspurn um farþegagjald - 2017100068

Lagt fram bréf Lárusar M. K. Ólafssonar, f.h. Samtaka ferðaþjónustunnar, dagsett 13. október sl., þar sem óskað er skýringa á farþegagjaldi í gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar.
Hafnarstjóra falið að svara bréfinu.

2.Reglugerð um slysavarnir og öryggisbúnað í höfnum - 2017030024

Lögð fram breytt reglugerð um slysavarnir og öryggisbúnað í höfnum, sem útgefin var 29. júní sl.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

3.Sundabakki - framkvæmdir - 2016090029

Lagt fram minnisblað Sigurðar Áss Grétarssonar og Bjarka Ómarssonar, f.h. hafnarmálasviðs Vegagerðarinnar, dagsett 7. september sl. og varðar lengingu Sundabakka um 300 metra.
Lagt fram til kynningar. Formanni hafnarstjórnar og hafnarstjóra falið að leita eftir fundi við fjárveitingavaldið vegna vinnu við fjárlagafrumvarp 2018.

4.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands - 2017020060

Lagðar fram tvær fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands, annars vegar 396. fundar sem haldinn var 25. ágúst sl., og hins vegar 397. fundar sem haldinn var 20. september sl.
Lagt fram til kynningar.

5.Rannsóknarnefnd samgönguslysa - 2017020060

Lagt fram afrit af bréfi Hreins Haraldssonar, vegamálastjóra, dagsett 19. júní sl., sem sent var Hafnasambandi Íslands og varðar niðurstöðu rannsóknar Rannsóknarnefndar samgönguslysa á banaslysi sem varð við Ólafsvíkurhöfn 17. febrúar 2017.
Lagt fram til kynningar.

6.Hafnarhúsið á Ísafirði - viðhald - 2017100069

Lagt fram minnisblað hafnarstjóra, dagsett 27. október sl, ásamt teikningum og deiliskipulagsuppdrætti, varðandi viðhald hafnarhússins á Ísafirði og breytingu á inngangi við Suðurgötu.
Hafnarstjóri útskýrði ástand hússins fyrir nefndarmönnum og fór yfir nauðsynlegt viðhald.

7.Fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049

Lagt fram minnisblað Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra, dagsett 21. október sl., um framkvæmdir og fjárfestingar 2018 ásamt tillögu um hækkun gjaldskrár 2018.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar sem haldinn verður þriðjudaginn 7. nóvember.

8.Þararækt- Svæði undir tilraun nemenda - 2017100073

Lisa Vidal og Háskólasetur Vestfjarða óska eftir leyfi fyrir tilraunasvæði til þararæktar við Grænagarðsbryggju skv. meðfylgjandi bréfi dagsettu 30. október sl.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar sem haldinn verður þriðjudaginn 7. nóvember.

9.Mávagarður Viðlegustöpull - Umsókn um framkvæmdarleyfi - 2016120059

Lagt fram bréf Sigurðar Áss Grétarssonar, f.h. Vegagerðarinnar, dagsett 30. október sl., vegna mögulegra breytinga á hönnun og framkvæmd við viðlegustöpul á Mávagarði.
Erindinu frestað til næsta fundar sem haldinn verður þriðjudaginn 7. nóvember.
Fylgiskjöl:

10.Flotbryggja við Olíumúla - 2017100079

Lagt fram bréf Jóns Reynis Sigurvinssonar og Torfa Einarssonar, dagsett 30. október sl., þar sem óskað er eftir því að í fjárhagsáætlun næsta árs verði gert ráð fyrir flotbryggju úr steinsteyptum einingum við hlið þeirrar sem fyrir er við Olíumúla.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar sem haldinn verður þriðjudaginn 7. nóvember.

Fundi slitið - kl. 13:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?