Hafnarstjórn
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Mávagarður Viðlegustöpull - Umsókn um framkvæmdarleyfi - 2016120059
Fyrir fundinum liggur minnisblað hafnarstjóra, dagsett 30. mars sl., varðandi útboð og fyrirhugaðar framkvæmdir á Mávagarði.
Lagt fram til kynningar, áfram verður unnið að lausn málsins.
2.Rekstur landamærastöðvar á Ísafirði vegna innflutnings á dýraafurðum frá ríkjum utan EES - 2017030072
Fyrir fundinum liggur bréf Þorvalds H. Þórðarsonar, f.h. Matvælastofnunar, dagsett 20. mars sl., um fyrirhugaðar breytingar á rekstri Landamærastöðvar sem staðsett hefur verið á Ásgeirsbakka. Í bréfinu kemur fram ósk um að bærinn, eða Hafnir Ísafjarðarbæjar, taki að sér að leigja húsnæði fyrir starfsemina og er bent á tvö fordæmi því til stuðnings.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að óska eftir áliti hagsmunaaðila og svara Matvælastofnun.
3.Fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049
Kynnt er ódagsett minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, þar sem fram kemur hvernig vinnu við fjárhagsáætlun 2018 skuli vera háttað.
Umræður um fjárhagsáætlunarvinnu.
4.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2017-1018 - 2017020060
Lagðar fram tvær fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands, annars vegar 392. fundar, sem haldinn var 17. febrúar sl., og hins vegar 393. fundar, sem haldinn var 27. mars sl.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
5.Hafnarframkvæmdir á samgönguáætlun 2015-2018 - 2014100020
Lögð fram tvö bréf, annars vegar bréf Gísla Gíslasonar, formanns stjórnar Hafnasambands Íslands, dagsett 13. janúar sl., sem sent var til innanríkisráðuneytis, og hins vegar svarbréf Sigurbergs Björnssonar, f.h. ráðuneytisins, dagsett 14. febrúar sl., vegna fjárveitinga til styrkhæfra hafnarframkvæmda.
Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir yfir vonbrigðum með þá ákvörðun ríkisstjórnar að fjármagna ekki samgönguáætlun að fullu. Misvísandi skilaboð eins og þau sem stjórnvöld senda frá sér með þessum hætti eru ekki til þess fallin að byggja upp traust eða gera sveitarfélögum auðveldara fyrir að skipuleggja framkvæmdir sínar.
6.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2017-1018 - 2017020060
Fyrir fundinum liggur ódagsett erindi frá Vali Rafni Halldórssyni, f.h. Hafnasambands Íslands, varðandi samþykkt sem gerð var á Hafnasambandsþingi á Ísafirði sem haldið var dagana 12. og 13. október sl. varðandi kynningaefni hafna.
Hafnarstjórn hafnar erindinu.
7.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2017-1018 - 2017020060
Fyrir fundinum liggur ódagsett erindi Vals Rafns Halldórssonar, f.h. Hafnasambands Íslands, vegna námskeiðs sem fyrirhugað er að halda á Grand Hótel þann 4. maí nk. Námskeiðið gengur út á að vera viðbúinn að svara fjölmiðlum er atvik koma upp í höfnum sem vekja athygli almennings og fjölmiðla.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að sitja námskeiðið.
8.Ocean Diamond - umsókn um lóðsréttindi 2017 - 2017040001
Lagt fram bréf Sigríðar Eysteinsdóttur, f.h. Iceland ProCruises, dagsett 30. mars sl., þar sem sótt er um lóðsréttindi fyrir Hans Erik Johan Söderholm, skipstjóra Ocean Diamond, sumarið 2017.
Hafnarstjórn samþykkir erindið með skilyrðum.
Fundi slitið - kl. 13:10.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?