Hafnarstjórn
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Framkvæmdir hafna Ísafjarðarbæjar 2017 - 2016110086
Lagðar fram tillögur hafnastjóra að framkvæmdum á árinu 2017.
Hafnarstjórn er sammála þeirri forgangsröðun sem fram kemur í tillögunum.
2.Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047
Lögð fram drög að gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar.
Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að gjaldskráin verði samþykkt.
3.Eimskip - Ýmis mál - 2009090039
Lagt fram erindi frá Ólafi Erni Ólafssyni, áhafnastjóra hjá Eimskipum, dagsett 7.11.2016, þar sem óskað er eftir undanþágu til handa Gesti Helgasyni og Jóni Inga Þórarinssyni, skipstjórum á Brúarfossi, frá því að taka lóðs til og frá Ísafjarðarhöfn.
Undanþágubeiðni Eimskipa er samþykkt.
4.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2013-2016 - 2013060031
Lögð fram fundargerð 389. stjórnarfundar Hafnasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.
5.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2013-2016 - 2013060031
Lögð fram þinggerð Hafnasambandsþings sem haldið var á Ísafirði dagana 13.-14. október.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 12:15.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?