Hafnarstjórn
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047
Lögð fram drög að rekstrarreikningi og rekstraráætlun hafnarsjóðs fyrir fjárhagsáætlun 2017.
Lagt fram til kynningar.
2.Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047
Lögð fram drög að gjaldskrá hafnarsjóðs fyrir fjárhagsáætlun 2017.
Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að farþegagjöld verði hækkuð í þremur áföngum upp í 130 krónur og að árið 2017 verði farþegagjald fyrir hvern fullorðinn farþega 75 krónur. Hafnarstjórn leggur jafnframt til að stofnaður verði sérstakur uppbyggingar- og framkvæmdasjóður sem úthluti til uppbyggingarverkefna í hafnsækinni ferðaþjónustu, þar sem einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök geti sótt um úthlutun. Þessi uppbyggingar- og framkvæmdasjóður verður fjármagnaður með hluta farþegagjalda. Árið 2017 renna 25 krónur af farþegagjaldi á hvern farþega í þennan sjóð. Hlutfallið verði endurskoðað árlega.
Hafnarstjórn leggur til 3,9% almenna hækkun á gjaldskrá hafnarsjóðs.
Hafnarstjórn leggur til 3,9% almenna hækkun á gjaldskrá hafnarsjóðs.
Fundi slitið - kl. 13:11.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?