Hafnarstjórn
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Mávagarður - Þybbu mannvirki - 2016030002
Fyrir fundinum liggja 2 tillögur að þybbu mannvirki, annars vegar frá Verkís og hins vegar frá Hafnamálasviði Vegagerðar Íslands ásamt minnisblaði frá báðum aðilum og minnisblaði hafnarstjóra dagsett 10. mars 2016.
Nefndin telur rétt að vinna áfram eftir útfærslu Verkís og leggur til við bæjarstjórn að sú leið verði farin.
2.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2013-2015 - 2013060031
Fyrir fundinum liggur fundargerð 382. stjórnarfundar hafnasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.
3.Nótaþvottastöð á Flateyri - 2016030032
Fyrir fundinum liggur tölvupóstur frá Kjartani Jakobi Haukssyni fyrir hönd Ísfells ehf. dagsett 11. mars 2016 þar sem viðraðar eru hugmyndir um staðsetningu nótaþvottastöðvar við hafnarkantinn á Flateyri.
Hafnarstjórn tekur vel í erindið en telur mikilvægt að fram komi hvaða efni stendur til að nota m.t.t. umhverfisáhrifa. Ljóst er að umrædd staðsetning hentar illa og felur nefndin hafnarstjóra að ræða við bréfritara og aðra hagsmunaaðila.
Í ljósi nýlegs óveðurs vill hafnarstjórn hvetja eigendur báta til að fylgjast vel með veðurspám og huga að landfestum. Hafnarstjórn bendir á að bátar eru á ábyrgð eigenda sinna í höfnum.
Fundi slitið - kl. 12:30.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?