Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
181. fundur 13. október 2015 kl. 12:00 - 13:10 í fundarsal 2.hæð
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Jóna Benediktsdóttir varaformaður
  • Sigurður Jóhann Hafberg aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðmundur Magnús Kristjánsson hafnarstjóri
Dagskrá

1.Framkvæmdir hafna Ísafjarðarbæjar 2016 - 2015100029

Lagt fram minnisblað hafnarstjóra varðandi áætlaðar framkvæmdir hafnarsjóðs 2016.
Hafnarstjórn telur að öll þau atriði sem sett eru upp séu mikilvæg og óskar eftir að sett verði upp forgangsröðun að verkefnum eftir mikilvægi.
Einnig kom fram tillaga að gerð verði athugun á framtíðarsýn og þörfum varðandi þjónustu skemmtiferðaskipa sem koma til Ísafjarðar og þjónustu við farþega skemmtiferðaskipa.

2.Fjárhagsáætlun 2016 - 2015030048

Lögð fram gjaldskrá 2015 og rætt um breytingar á henni.
Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að almenn hækkun gjaldskrár verði 4,3% og þjónustuliðir gjaldskrár hækki um 6% En aflagjald verði óbreytt 1,58%.
Kristján Andri Guðjónsson yfirgaf fundinn undir umræðum um aflagjald.

3.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2013-2015 - 2013060031

Lagðar fram fundargerðir 376. og 377. funda hafnasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.
Hafnarstjórn beinir því til bæjarstjórnar að kannað verði hvort að hægt verði að setja reglur um landgöngu farþega í friðlandi Hornstranda án skilyrða og skipaumferð nærri náttúruperlum.

Fundi slitið - kl. 13:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?