Hafnarstjórn
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Ísafjarðarhöfn - ýmis mál 2015-2016 - 2015020034
Fyirir fundinum liggur tilboð frá Kristjáni Jóhannssyni, dagsett 27/03/2015, vegna húsnæðis sem hann býður til leigu og er staðsett í hafnarhúsinu við hliðina á núverandi aðstöðu Ísafjarðarhafnar. Í tilboðinu er kveðið á um að í samningi verði um að ræða forkaupsrétt leigutaka og að samningurinn er uppsegjanlegur með þriggja mánaða fyrirvara.
Hafnarstjórn leggur til að tilboðinu verði tekið og felur hafnarstjóra að gera viðauka við fjárhagsáætlun varðandi þetta mál.
2.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2013-2015 - 2013060031
Fyrir fundinum liggja fundargerðir 373. og 374. fundar stjórnar hafnasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.
3.Undanþága frá hafnsögu - 2009090039
Fyrir fundinum liggur bréf frá Guðna Sigmundssyni frá Eimskip, dagsett 15. apríl sl., þar sem sótt er um undanþágu fyrir skipstjórana á Selfossi þá Karl Guðmundsson kt: 030463-2939 til heimilis að Túngötu 11 á Siglufirði og Rafn Sigurðsson kt: 230366-4119 til heimilis að Gauksási 7 Hafnarfirði vegna hafnsögu inn til Ísafjarðarhafnar Sundahöfn.
Hafnarstjórn veitir undanþágu frá hafnsöguskyldu en ítrekar að hún verði veitt með þeim skilyrðum sem um undanþágu gilda samkvæmt hafnarreglugerð.
4.Hafnarframkvæmdir á samgönguáætlun 2015-2018 - 2014100020
Tilkynning frá Guðmundi Helgasyni frá Vegagerð Ríkisins, hafnasviði, þar sem tilkynnt er tillaga þeirra vegna fyrirhugaðra framlaga til hafnaframkvæmda.
Hafnarstjórn ítrekar fyrri umsókn um styrkveitingu til byggingar þybbu á Mávagarði á Ísafirði. Hafnarstjórn bendir á að nýtt hafnarmannvirki Mávagarðs hafi verið hannað og byggt í kjölfar efnahagshruns og niðurskurður á framkvæmdafé hafi verið hafnasjóði þung byrði og seinni hluti byggingar mannvirkisins hafi verið byggður með framlagi hafnasjóðs að 90% hluta og standi eftir óuppgert gagnvart fjárveitingarvaldinu þar sem á Samgönguáætlun var gert ráð fyrir fjármögnun hafnamannvirkisins sem upphaflega átti að vera 60-40%. Hafnastjórn Ísafjarðarbæjar leggur áherslu á að hlutur hafnasjóðs verði leiðréttur sem og að tryggð verði fjármögnun í þann hluta sem nú er verið að hanna sem mun verða þess valdandi að hægt verði að taka skip að Mávagarði með fullu öryggi en því miður virðist vera að hent hafi verið útaf borðinu þeim hluti hafnarmannvirkisins sem mestu máli skiptir varðandi það að taka olíuskip upp að bryggjunni svo að nægjanlegs öryggis sé gætt. Því miður hefur reynslan sýnt núna í þetta eina ár sem liðið er frá því að mannvirkið var tekið í notkun að við vissar veðurfarslegar aðstæður getur skapast stórhætta á að stjórnbúnaður skipa laskist. Einnig óskar hafnarstjórn eftir því að framkvæmdum á Suðureyri verði flýtt fram til ársins 2017, sem og að leiðréttur verði hlutur ríkisins í seinni hluta þess verks sem lokið var við á síðasta ári þar sem fjárframlag ríkisins var löngu uppurið og hafnasjóður Ísafjarðarbæjar stóð einn undir því að klára verkið svo sómi varð að með 100% fjármögnun þess hluta verksins. Hafnarstjórn óskar eindregið eftir því að þessi sérstaða hafnarinnar gagnvart ríkisvaldinu verði skoðuð sérstaklega og komið verði til móts við hafnarsjóð til leiðréttingar.
5. Önnur mál.
a) Rætt var um fríholta mál og ástand hafnarinnar á Flateyri og hafnarstjóri upplýsti um að unnið væri að endurnýjun á fríholtum.
b) Einnig rætt um umhverfismál á Suðurtanga og bent á að þar er verk að vinna í hreinsunarmálum. Stefnt er að því að gera hreinsunarátak í samvinnu við starfsmenn áhaldahúss. Áheyrnarfulltrúi Marzellíus lagði fram myndir sem teknar voru á svæðinu máli sínu til stuðnings.
a) Rætt var um fríholta mál og ástand hafnarinnar á Flateyri og hafnarstjóri upplýsti um að unnið væri að endurnýjun á fríholtum.
b) Einnig rætt um umhverfismál á Suðurtanga og bent á að þar er verk að vinna í hreinsunarmálum. Stefnt er að því að gera hreinsunarátak í samvinnu við starfsmenn áhaldahúss. Áheyrnarfulltrúi Marzellíus lagði fram myndir sem teknar voru á svæðinu máli sínu til stuðnings.
Fundi slitið - kl. 18:15.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?