Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
178. fundur 10. mars 2015 kl. 16:15 - 17:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Jóna Benediktsdóttir varaformaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Guðmundur M; Kristjánsson Hafnarstjóri
Dagskrá
Sigurður Hafberg boðaði forföll. Varamaður hans, Valur Sævar Valgeirsson, boðaði komu sína í hans stað, en varð að afboða sig vegna veðurs.

1.Ísafjarðarhöfn - ýmis mál 2015-2016 - 2015020034

Fyrir fundinum liggur greinargerð formanns hafnarstjórnar varðandi leigu á geymsluhúsnæði fyrir hafnir Ísafjarðarbæjar og Byggðasafn Vestfjarða.
Hafnarstjórn ákveður að kanna frekar með húsnæðismál hafnarinnar og kanna hvort um væri að ræða aðra valkosti, og felur hafnarstjóra að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

2.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2013-2015 - 2013060031

Fyrir fundinum liggur fundargerð 372 fundar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 13. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.

3.Landsskipulagsstefna 2015 - 2026 - 2014010001

Fyrir fundinum liggur tillaga að landsskipulagsstefnu fyrir árin 2015-2026 en þar má finna kafla er varða hafnir landsins.
Lagt fram til kynningar.

4.Ísafjarðarhöfn - ýmis mál 2015-2016 - 2015020034

Tilkynning frá Umhverfisstofnun er varðar eftirlit með ólöglegum útflutningi á sorpi og öðrum úrgangi.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?