Hafnarstjórn
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Skipulag á hafnarsvæðum vegna móttöku skemmtiferðaskipa - Sundabakki - 2024100012
Lögð fram til kynningar gögn um hönnun á móttökuhúsi Sundabakka.
M11 arkitektar koma og kynna hugmyndir sínar að útliti hússins.
M11 arkitektar koma og kynna hugmyndir sínar að útliti hússins.
Jón Grétar Magnússon og Hugrún Þorsteinsdóttir yfirgáfu fund kl: 12:31
Gestir
- Jón Grétar Magnússon - mæting: 12:00
- Hugrún Þorsteinsdóttir - mæting: 12:00
2.Fyrirstöðugarður - Suðurtangi og Norðurtangi - 2023040012
Lagt fram minnisblað hafnarstjóra, dags. 15. apríl 2025, þar sem kynnt eru þau tilboð sem bárust í gerð fyrirstöðugarðs við Suðurtanga.
Hafnarstjórn samþykkir tilboð lægstbjóðanda.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna málið áfram.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna málið áfram.
3.Cruise Iceland - ýmis erindi 2024-2025 - 2024090023
Kynnt tillaga frá stjórn Cruise Iceland að breytingu á rekstri félagsins.
Lagt verður til á aðalfundi að ráða framkvæmdastjóra í fullt starf þar sem mikil vinna hefur verið og er fyrirsjáanleg.
Jafnframt lagt fram minnisblað hafnarstjóra, dags. 15. apríl 2025, vegna málsins.
Lagt verður til á aðalfundi að ráða framkvæmdastjóra í fullt starf þar sem mikil vinna hefur verið og er fyrirsjáanleg.
Jafnframt lagt fram minnisblað hafnarstjóra, dags. 15. apríl 2025, vegna málsins.
Lagt fram til kynningar og hafnarstjórn leggur til að gert verði ráð fyrir auknum kostnaði í gerð næstu fjárhagsáætlunar.
4.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2023-2025 - 2023010276
Lagðar fram til kynningar fundargerðir Hafnasambands Íslands, frá 470. fundi sem fram fór þann 19. febrúar 2025, og frá 471. fundi sem fram fór þann 28. mars 2025.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 12:49.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Hafnarstjórn þakkar fyrir kynninguna.