Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
254. fundur 05. september 2024 kl. 12:00 - 13:21 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Magnús Einar Magnússon formaður
  • Catherine Patricia Chambers varaformaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
  • Sædís Ólöf Þórsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Baldursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Gjaldskrár 2025 - 2024030141

Drög að gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2025 lögð fram til samþykktar.
Einnig lögð fram til kynningar samantekt fjármálastjóra, Eddu Maríu Hagalín, um ferli gjaldskrárvinnu, dags. 27. ágúst, sem og forsendur fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar 2025 sem samþykktar voru á 1293. fundi bæjarráðs sem haldinn var 2. september 2024.
Hafnarstjórn samþykkir gjaldskrá fyrir hafnir Ísafjarðarbæjar 2025, með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum, og vísar henni til samþykktar í bæjarstjórn.
Védís yfirgefur fund kl. 12:45.

Gestir

  • Védís Geirsdóttir - mæting: 12:00

2.Framkvæmdaáætlun 2025 til 2035 - 2024030143

Lögð fram drög að framkvæmdaáætlun 2025-2035 fyrir hafnarsjóð.
Drög að framkvæmdaáætlun hafnarsjóðs 2025-2035 lögð fram til kynningar.
Edda María yfirgefur fund kl. 13:06.

Gestir

  • Edda María Hagalín - mæting: 12:45

3.Stefna um móttöku skemmtiferðaskipa við hafnir Ísafjarðarbæjar 2024-26 - 2024010076

Lagt fram minnisblað hafnarstjóra, dags. 3. september 2024, þar sem farið er yfir skemmtiferðaskipasumarið sem er að líða.
Hafnarstjórn þakkar fyrir samantekt hafnarstjóra um skemmtiferðaskipasumarið 2024.
Þar kemur meðal annars fram að þann 22. ágúst höfðu verið samtals 163 skipakomur, þar af þrjár á Þingeyri, með samtals 198.813 farþegum.
Tekjur af þessum heimsóknum eru 641.576.141 kr. sem er töluvert umfram það sem áætlað var.

4.Sumarviðburðasjóður - 2024020083

Á 1289. fundi bæjarráðs, þann 1. júlí 2024, var lagður fram til samþykktar samningur við Vestfjarðastofu um umsjón og þjónustu vegna Sumarviðburðasjóðs Ísafjarðarhafna, en samningurinn gildir árið 2024.

Bæjarráð vísaði samningi við Vestfjarðastofu um umsjón og þjónustu vegna Sumarviðburðasjóðs Ísafjarðarhafna til hafnarstjórnar til samþykktar, en samningurinn gildir árið 2024.
Hafnarstjórn samþykkir samning um þjónustu vegna Sumarviðburðasjóðs Ísafjarðarhafna.

5.Míla - ljósamastur á Þingeyrarhöfn - 2024090024

Lagður fram til kynningar leigusamningur við Mílu vegna aðstöðu fyrir farsímastöð og tilheyrandi búnað í ljósamastri við Þingeyrarhöfn, sem undirritaður var 1. júní 2024.
Samningurinn gildir til fimm ára.
Leigusamningur við Mílu lagður fram til kynningar.

6.Cruise Iceland - ýmis erindi 2024-2025 - 2024090023

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Cruise Iceland, dags. 14. ágúst 2024.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

7.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2023-2024 - 2023010276

Lögð fram til kynningar fundargerð af 464. fundi stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 15. ágúst 2024.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:21.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?