Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
252. fundur 30. apríl 2024 kl. 12:00 - 12:32 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Magnús Einar Magnússon formaður
  • Catherine Patricia Chambers varaformaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
  • Sædís Ólöf Þórsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Baldursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Sædís víkur af fundi undir þessum lið og þeim næsta.

1.Stefna um móttöku skemmtiferðaskipa við hafnir Ísafjarðarbæjar 2024-26 - 2024010076

Lögð fram til kynningar drög að samkomulagi um hátternisreglur söluaðila á hafnarsvæðinu á Sundabakka.

Einnig er tillaga frá hafnarstjóra um að hafnir Ísafjarðarbæjar um að höfnin fjárfesti í sölubásum eða húsum, líkt og lagt er til í stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að klára samkomulag um hátternisreglur söluaðila á hafnarsvæðinu á Sundabakka og leggja lokaútgáfu fram til samþykktar á næsta fundi hafnarstjórnar.

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að kanna mögulegar útfærslur á sölubásum í samræmi við umræður á fundinum.

2.Gjaldskrár 2024 - 2023040034

Kynnt minnisblað hafnarstjóra, dags. 29. apríl 2024, með tillögum um breytingar á gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar 2024.

Fyrri breytingin snýr að gjaldi fyrir rútustæði sjálfstætt starfandi aðila, seinni breytingin er vegna leigu á fríholtum (fenderum) og girðingaeiningum.
Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að samþykkja uppfærða gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar þar sem við bætist leigugjald fyrir bílastæði á hafnarsvæði, svæðið verði leigt frá maí til september og gjaldið verði 35.000 kr. fyrir tímabilið.
Einnig er bætt við gjaldskrána gjald fyrir leigu á fríholtum. Gjaldið verði 65.000 kr. per einingu fyrir hverja byrjaða 24 tíma.
Hafnarstjórn frestar gjaldtöku vegna leigu á girðingaeiningum.
Sædís kemur aftur til fundar kl. 12:14, þegar umræðu um gjald fyrir rútustæði er lokið.

3.Salernisgámur Torfnes - 2024040148

Á 1282. fundi bæjarráðs, þann 29. apríl 2024, var lagt fram minnisblað Axels Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, Smára Karlssonar, verkefnastjóra, Eyþórs Guðmundssonar, innkaupa- og tæknistjóra og Dagnýjar Finnbjörnsdóttur, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dags. 26. apríl 2024, varðandi vallarleyfi KSÍ, en taka þarf afstöðu til salernisaðstöðu með hjólastólaaðgengi við Torfnesvöll.

Bæjarráð lagði til að varanleg salerni yrðu byggð við stúkuna á Torfnesi og lagði til við hafnarstjórn að núverandi salernisgámur verði boðinn hafnarsjóði til kaups.

Er nú lagt fram minnisblað Eyþórs Guðmundssonar, dags. 29. apríl 2024, vegna boðsins.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur hafnarstjóra að ganga frá kaupum á salernisgámnum.

4.Cruise Iceland - ýmis erindi 2022-2023 - 2022040028

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Cruise Iceland sem haldinn var þann 3. apríl 2024.
Einnig kynntar endurskoðaðar samþykktir Cruise Iceland.
Fundargerð og endurskoðaðar samþykktir Cruise Iceland lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:32.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?