Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
248. fundur 16. janúar 2024 kl. 12:00 - 12:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Magnús Einar Magnússon formaður
  • Catherine Patricia Chambers varaformaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
  • Sædís Ólöf Þórsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Baldursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Stefna um móttöku skemmtiferðaskipa við hafnir Ísafjarðarbæjar 2024-26 - 2024010076

Vinna um gerð stefnu vegna móttöku skemmtiferðaskipa við hafnir Ísafjarðarbæjar 2024-2026 stendur yfir.
Kynnt eru drög að stefnunni til umsagnar hafnarstjórnar.
Umræður um drög að stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa fóru fram.
Hafnarstjóra falið að taka athugasemdir nefndarinnar inn í áframhaldandi vinnu við gerð stefnunnar.
Næstu skref í gerð stefnunnar eru að kynna drögin fyrir íbúum og hagaðilum til samráðs.

2.Suðureyrarhöfn - 2024010077

Lagt fram minnisblað Kjartans Elíassonar, fyrir hönd Vegagerðarinnar, dags. 31. ágúst 2023, þar sem óskað er eftir afstöðu hafnarstjórnar til þess hvaða leið verði valin til að auka viðlegupláss í Suðureyrarhöfn.
Einnig lagður fram uppdráttur af valkostunum.

Í samgönguáætlun er gert ráð fyrir 50,0 milljónum í framkvæmdir við Suðureyrarhöfn árið 2026.
Hafnarstjórn leggur til að valkostur tvö í minnisblaði, um að færa grjótgarð og setja nýja flotbryggju í garðstæðið verði fyrir valinu.

3.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2023-2024 - 2023010276

Kynnt erindi Hafnasambands Íslands, ódagsett, til aðildarhafna sambandsins, þar sem greint er frá dagsetningum Hafnasambandsþings 2024 sem fram fer á Akureyri í október.
Dagsetningar Hafnasambandsþings 2024 kynntar.

Fundi slitið - kl. 12:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?