Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
247. fundur 20. desember 2023 kl. 12:15 - 13:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Magnús Einar Magnússon formaður
  • Catherine Patricia Chambers varaformaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
  • Sædís Ólöf Þórsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Baldursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarstjóri
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir starfsmaður
Dagskrá

1.Hafnir Ísafjarðarbæjar - ýmis mál 2023-2024 - 2023120087

Hafnarstjóri fer yfir starfsemi ársins sem er að líða og kynnir áætlanir og horfur næsta árs.
Hafnarstjóri fer yfir starfsemi hafna Ísafjarðarbæjar á árinu 2023 og áætlanir ársins 2024.
Áætlaðar tekjur Hafnasjóðs árið 2024 eru 665,4 m.kr.
217 skemmtiferðaskip eru bókuð, það fyrsta 13. apríl og það síðasta 27. september.
Formaður leggur til að mál varðandi förgun Orra ÍS verði tekið inn á fund með afbrigðum og tillagan var samþykkt.

2.Förgun Orra ÍS - 2023110195

Lagt fram minnisblað hafnarstjóra með verðkönnun á förgun á Orra ÍS sem liggur sokkinn í Flateyrarhöfn, þar sem er lagt er til að samið verði við fyrirtækið Keyrt og mokað ehf., krónur 5 milljónir, með vsk.
Hafnarstjórn leggur til að samið verði við Keyrt og mokað ehf. um förgun á Orra ÍS skv. verðkönnun.

3.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2023-2024 - 2023010276

Lagðar fram fimm fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands; fundir 455-459, sem fram fóru 18. ágúst, 19. september, 19. október, 17. nóvember og 8. desember.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?