Hafnarstjórn
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Hafnir Ísafjarðarbæjar - ýmis mál 2023-2024 - 2023120087
Hafnarstjóri fer yfir starfsemi ársins sem er að líða og kynnir áætlanir og horfur næsta árs.
Formaður leggur til að mál varðandi förgun Orra ÍS verði tekið inn á fund með afbrigðum og tillagan var samþykkt.
2.Förgun Orra ÍS - 2023110195
Lagt fram minnisblað hafnarstjóra með verðkönnun á förgun á Orra ÍS sem liggur sokkinn í Flateyrarhöfn, þar sem er lagt er til að samið verði við fyrirtækið Keyrt og mokað ehf., krónur 5 milljónir, með vsk.
Hafnarstjórn leggur til að samið verði við Keyrt og mokað ehf. um förgun á Orra ÍS skv. verðkönnun.
3.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2023-2024 - 2023010276
Lagðar fram fimm fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands; fundir 455-459, sem fram fóru 18. ágúst, 19. september, 19. október, 17. nóvember og 8. desember.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 13:15.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Áætlaðar tekjur Hafnasjóðs árið 2024 eru 665,4 m.kr.
217 skemmtiferðaskip eru bókuð, það fyrsta 13. apríl og það síðasta 27. september.