Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
246. fundur 29. nóvember 2023 kl. 12:00 - 12:32 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Magnús Einar Magnússon formaður
  • Catherine Patricia Chambers varaformaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
  • Sædís Ólöf Þórsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Baldursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
  • Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Dagskrá

1.Förgun Orra ÍS - 2023110195

Lagt fram erindi Sigurðar H. Garðarssonar og Tómasar Patriks Sigurðarsonar, ódagsett, vegna förgunar Orra ÍS á Flateyri.
Jafnframt lagt fram minnisblað Hilmars K. Lyngmo, hafnarstjóra, dags. 28. nóvember 2023, vegna málsins.
Lagt fram til kynningar. Hafnarstjóra falið að vinna málið áfram.

2.Samningur um notkun á björgunarskipinu Gísla Jóns - 2023110196

Lagt fram minnisblað Hilmars K. Lyngmo, hafnarstjóra, dags. 14. nóvember 2023, er varðar erindi Björgunarbátasjóðs SVFÍ, Vestfjörðum, með beiðni um að gerður verði samningur til þriggja ára um notkun á björgunarskipinu Gísla Jóns.
Jafnframt lögð fram drög að samningi.
Hafnarstjórn samþykkir að gerður verði samningur til þriggja ára um notkun á björgunarskipinu Gísla Jóns og felur hafnarstjóra að ganga til samningaviðræðna við Björgunarbátasjóð Vestfjarða og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
Magnús Einar Magnússon víkur af fundi undir þessum lið, kl 12:17.

3.Samningur vegna hafnargjalda björgunarbáts á Flateyri - 2023110197

Lagt fram erindi frá björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri, ódagsett, með beiðni um niðurfellingu hafnargjalda og annars kostnaðar vegna nýs björgunarbáts.
Einnig lagt fram minnisblað Hilmars K. Lyngmo, hafnarstjóra, dags. 28. nóvember 2023, vegna málsins.
Hafnarstjórn samþykkir niðurfellingu á hafnargjöldum og fagnar komu bátsins til Flateyrar, fyrir aukið öryggi íbúa og sjófarenda á svæðinu.
Magnús Einar Magnússon kemur aftur til fundar kl 12:20.

4.Cruise Iceland - ýmis erindi 2022-2023 - 2022040028

Lagt fram minnisblað Hilmars K. Lyngmo, hafnarstjóra, dags. 28. nóvember 2023, vegna erindis Cruise Iceland þar sem óskað er eftir afstöðu hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar varðandi fyrstu drög að aðgerðum í aðgerðaráætlun ferðamálastefnu 2030 sem er til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda: https://island.is/samradsgatt/mal/3591.

Einnig lögð fram greinargerð Cruise Iceland vegna sama máls.
Hafnarstjórn tekur undir áhyggjur Cruise Iceland af litlu samráði við hagsmunaaðila og að auknar álögur hafi áhrif á áframhaldandi skipakomur og áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu.

Fundi slitið - kl. 12:32.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?