Hafnarstjórn
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Fyrirstöðugarður - Suðurtangi og Norðurtangi - 2023040012
Lagt fram minnisblað frá hafnarstjóra, dags. 8.maí 2023, þar sem kynnt er niðurstaða verðfyrirspurnar vegna færslu á fyrirstöðugarði fyrir sunnan Sundabakka.
Alls bárust fjögur tilboð og leggur hafnarstjóri til að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Tígur ehf. Tilboðið frá þeim hljóðar upp á kr. 25.005.619.
Alls bárust fjögur tilboð og leggur hafnarstjóri til að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Tígur ehf. Tilboðið frá þeim hljóðar upp á kr. 25.005.619.
Hafnarstjórn samþykkir tillögu hafnarstjóra um að gengið verði til samninga við Tígur ehf. að upphæð 25.005.619 kr.
2.Öryggisgirðing á Sundabakka - 2023050062
Lagt fram minnisblað Hafnarstjóra, dags. 8. maí 2023, um verðkönnun á uppsetningu öryggisgirðingar við nýja kantinn á Sundabakka.
Tvö tilboð bárust og lægra tilboðið átti Vélamiðstöð Vestfjarða upp á kr. 8.811.200.-
Hafnarstjóri leggur til að semja við lægstbjóðanda.
Tvö tilboð bárust og lægra tilboðið átti Vélamiðstöð Vestfjarða upp á kr. 8.811.200.-
Hafnarstjóri leggur til að semja við lægstbjóðanda.
Hafnarstjórn samþykkir tillögu hafnarstjóra um að ganga til samninga við Vélamiðstöð Vestfjarða, að upphæð 8.811.200 kr.
Jóhann Birkir Helgason víkur af fundi undir þessum lið, kl. 12:13.
3.Sundabakki - þekja og lagnir - 2023050064
Lagt fram bréf frá Vegagerðinni um opnun tilboða í þekju og lagnir á Sundabakka, dags 5. maí 2023.
Fimm tilboð bárust og var Geirnaglinn ehf. lægstur með tilboð að upphæð kr. 263.993.980.
Hafnarstjóri leggur til að samið verði við lægstbjóðanda.
Fimm tilboð bárust og var Geirnaglinn ehf. lægstur með tilboð að upphæð kr. 263.993.980.
Hafnarstjóri leggur til að samið verði við lægstbjóðanda.
Hafnarstjórn samþykkir tillögu hafnarstjóra um að ganga til samninga við Geirnaglann ehf. að upphæð 263.993.980 kr.
Jóhann Birkir kemur aftur til fundar kl. 12:15.
4.Fyrirstöðugarður - Suðurtangi og Norðurtangi - 2023040012
Lagt fram til kynningar minnisblað frá hafnarstjóra dags. 5. maí 2023, þar sem kynnt er niðurstaða verðfyrirspurnar á gerð fyrirstöðugarðs við Norðurtanga.
Fjögur tilboð bárust og var Tígur ehf. lægstur með tilboð að upphæð kr. 14.809.480.
Fjögur tilboð bárust og var Tígur ehf. lægstur með tilboð að upphæð kr. 14.809.480.
Lagt fram til kynningar.
5.Bryggjuaðstaða fyrir safnabáta - 2023050075
Lagt fram bréf frá Byggðasafni Vestfjarða, dags. 8. maí 2023, þar sem óskað er eftir leyfi og aðstoð hafnarinnar við að setja út bryggju fyrir safnabáta.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við að hafnir Ísafjarðarbæjar aðstoði Byggðasafn Vestfjarða við að setja út bryggju fyrir safnabáta, svo fremi sem staðsetning bryggjunnar hafi ekki áhrif á aðra hafnarstarfsemi á svæðinu.
6.Ofanflóðavarnir við Flateyri - breytingar mannvirkja eftir snjóflóð 2020 - 2022070037
Í auglýsingu er vinnslutillaga vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010, vegna ofanflóðavarna á Flateyri. Tillagan felur í sér breytingu á greinargerð og uppdrætti, sem lögð eru fram fyrir hafnarstjórn til umsagnar.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við breytingar á aðalskipulagi vegna ofanflóðavarna á Flateyri.
7.Gönguleiðir á hafnarsvæði - 2023050054
Lagður fram tölvupóstur Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- eignasviðs, dags. 4. maí 2023, þar sem kynnt er hugmynd að gönguleið á hafnarsvæðinu á Ísafirði. Von á er miklum fjölda ferðamanna með skemmtiferðaskipum í sumar og mikilvægt að afmarka gönguleiðir með skýrum hætti til að tryggja öryggi vegfarenda.
Málið var tekið fyrir á 132. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar þann 10. maí 2023, þar sem nefndin lagði til að það fengi umfjöllun hjá hafnarstjórn.
Er málið því tekið upp hér með.
Málið var tekið fyrir á 132. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar þann 10. maí 2023, þar sem nefndin lagði til að það fengi umfjöllun hjá hafnarstjórn.
Er málið því tekið upp hér með.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna málið áfram fyrir sumarið.
8.Cruise Iceland - aðalfundur 2023 - 2022040028
Lögð fram fundargerð aðalfundar Cruise Iceland, sem fram fór 2. maí 2023.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
9.Cruise Iceland - ársskýrsla 2022-2023 - 2022040028
Lögð fram ársskýrsla Cruise Iceland 2022/2023.
Ársskýrsla lögð fram til kynningar.
10.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2023-2024 - 2023010276
Lögð fram fundargerð 451. fundar Hafnasambands Íslands, sem haldinn var 24. mars 2023, og fundargerð 452. fundar, sem haldinn var 19. apríl 2023.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 12:54.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Tillagan samþykkt samhljóða og verður málið 7. liður á dagskrá.