Hafnarstjórn
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Hafnaraðstaða við Mjólká - 2023010075
Lagt fram minnisblað hafnarstjóra dags. 24. janúar 2023, er varðar beiðni Arnarlax um aðkomu Ísafjarðarbæjar um hafnargerð við Mjólká.
Hafnarstjórn vísar erindinu til bæjarráðs.
2.Leiga á dráttarbát - 2023010239
Kynnt tilboð um leigu á dráttarbát frá Ice Tugs ehf. dags. 18. janúar 2023.
Hafnarstjórn þakkar fyrir erindið en telur ekki þörf á því að leigja dráttarbát á þessum tímapunkti.
3.Meltutankur á Þingeyri - staðsetning - 2022090106
Lagt fram minnisblað hafnarstjóra, dags. 31. janúar 2023, er varðar fund sem hafnarstjóri átti með fulltrúa Arctic Protein þann 20. janúar 2023 um mögulega staðsetningu meltutanks á Þingeyri.
Hafnarstjórn tekur ekki afstöðu til hugmyndar um staðsetningu meltutanks en bendir á að hún er á aflagðri bryggju sem ekki er í umsjón hafna Ísafjarðarbæjar.
Erindinu er vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Erindinu er vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.
4.Endaþjónusta og vöktun skemmtiferðaskipa - 2023020007
Lagt fram erindi frá Ísnum ehf., dags. 1. febrúar 2023, þar sem lýst er yfir áhuga á að þjónusta skemmtiferðaskip við komu og brottför í Ísafjarðarhöfn.
Hafnarstjórn tekur vel í erindið og felur hafnarstjóra að vinna það áfram.
5.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2023-2024 - 2023010276
Lögð fram til kynningar fundargerð 449. fundar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 20. janúar 2023
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 12:42.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Tillagan samþykkt samhljóða og verður þá málið 4. liður á dagskrá.