Hafnarstjórn
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Dýpkun Sundahafnar og uppdæling efnis. - 2019060026
Kynnt niðurstaða verðkönnunar um móttöku og dreifingu á uppdælingarefni Suðurtanga, dags. 3. janúar 2023.
Verð bárust frá fjórum verktökum.
Verð bárust frá fjórum verktökum.
Hafnarstjórn leggur til að ganga til samninga við Keyrt og mokað sem átti lægsta verð í verkið, að upphæð 62.718.300 kr.
2.Ósk um samstarf er varðar fljótandi gufubað í Ísafjarðarhöfn - 2022100098
Kynnt samantekt hafnarstjóra um kostnað vegna mögulegrar aðkomu hafna Ísafjarðarbæjar að fljótandi gufubaði í Ísafjarðarhöfn.
Hafnarstjóra falið að vinna málið áfram.
3.Þróun hafnarsvæðis - framhaldsrannsókn - 2021040067
Hafnarstjóri leggur fram erindi frá Majid Eskafi um framlengingu og/eða breytingu á fyrirliggjandi samningi um þróun hafnarsvæðis.
Hafnarstjórn telur ekki þörf á að framlengja eða breyta fyrirliggjandi samningi.
4.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2021-2022 - 2021020042
Kynnt fundargerð 448. fundar Hafnasambands Íslands sem fram fór þann 16. desember 2022.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 12:23.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?