Hafnarstjórn
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Ósk um samstarf er varðar fljótandi gufubað í Ísafjarðarhöfn - 2022100098
Á 235. fundi hafnarstjórnar, þann 9. nóvember 2022, var lagt fram erindi Elenu Dísar Víðisdóttur, Gauta Geirssonar, Óla Rafns Kristinssonar og Tinnu Rúnar Snorradóttur, dags. 24. október 2022, er varðar stöðuleyfi og mögulegt samstarf við byggingu fljótandi gufubaðs við gamla olíumúlann á Ísafirði.
Hafnarstjórn frestaði málinu til næsta fundar og óskaði eftir frekari upplýsingum um mögulega aðkomu hafna Ísafjarðarbæjar.
Er málið því tekið fyrir að nýju.
Hafnarstjórn frestaði málinu til næsta fundar og óskaði eftir frekari upplýsingum um mögulega aðkomu hafna Ísafjarðarbæjar.
Er málið því tekið fyrir að nýju.
Forsvarsmenn mæta til fundar til að kynna verkefnið.
Hafnarstjórn líst vel á hugmyndina um fljótandi gufubað og setur sig ekki upp á móti fyrirhugaðri staðsetningu.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að greina kostnað vegna mögulegrar aðkomu hafnarinnar.
Hafnarstjórn líst vel á hugmyndina um fljótandi gufubað og setur sig ekki upp á móti fyrirhugaðri staðsetningu.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að greina kostnað vegna mögulegrar aðkomu hafnarinnar.
Elena, Gauti, Óli og Tinna yfirgefa fund kl. 12:23.
Gestir
- Tinna Rún Snorradóttir - mæting: 12:00
- Gauti Geirsson - mæting: 12:00
- Elena Dís Víðisdóttir - mæting: 12:00
- Óli Rafn Kristinsson - mæting: 12:00
2.Dýpkun Sundahafnar og uppdæling efnis. - 2019060026
Lagt fram minnisblað Kjartans Elíassonar, f.h. Vegagerðarinnar, dags. 9. desember 2022, þar sem tekin er saman staða dýpkunar á Sundahöfn.
Lagt fram til kynningar.
3.Suðurtangi - umhverfismál - 2018060058
Lagt fram minnisblað Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra, dags. 9. desember 2022, þar sem lagt er til að geymsluport á Suðurtanga verði rifið og eigendum varnings í portinu verði gefinn kostur á að fjarlægja gáma og annan búnað sem þar er á varanlegri geymslusvæði á þeirra eigin vegum.
Hafnarstjóri fer yfir forsögu málsins, en samþykkt var að loka portinu 2019. Því var síðar slegið á frest.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að segja upp leigusamningum og hefja undirbúning að lokun geymsluportsins.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að segja upp leigusamningum og hefja undirbúning að lokun geymsluportsins.
4.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2021-2022 - 2021020042
Lögð fram til kynningar fundargerð 447. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var þann 18. nóvember 2022.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 13:04.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Utan dagskrár þakkar formaður hafnarstjórnar Guðmundi M. Kristjánssyni, fráfarandi hafnarstjóra fyrir vel unnin störf fyrir hafnir Ísafjarðarbæjar.