Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
234. fundur 27. september 2022 kl. 12:00 - 13:37 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Magnús Einar Magnússon formaður
  • Catherine Patricia Chambers varaformaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
  • Sædís Ólöf Þórsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Baldursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Gjaldskrár 2023 - 2022050015

Lögð fram tillaga að gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar til umræðu og samþykktar hafnarstjórnar.
Þráinn Ágúst Arnaldsson, starfsmaður stjórnsýslu- og fjármálasviðs, mætir til fundar til að fara yfir uppfærslur á gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar fyrir 2023.

Hafnarstjórn samþykkir 6% hækkun á gjaldskrá fyrir árið 2023, að undanskildum aflagjöldum sem haldast í 1,58% af aflaverðmæti og rafmagnssölu sem hækkar í samræmi við gjaldskrá Orkubús Vestfjarða, og vísar gjaldskránni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Þráinn yfirgefur fund kl. 12:44.

Gestir

  • Þráinn Ágúst Arnaldsson - mæting: 12:00

2.Framkvæmdaáætlun 2023 til 2033 - 2022050016

Drög að framkvæmda- og fjárfestingaáætlun hafnarsjóðs 2023-2033 lögð fram til kynningar.
Drög framkvæmda- og fjárfestingaráætlunar rædd, samþykkt og vísað til fyrri umræðu fjárhagsáætlunar í bæjarstjórn.
Jóhann Birkir víkur af fundi undir þessum lið, kl. 13:00.

3.Sundabakki Aðstaða við móttöku ferðamanna úr skemmtiferðaskipum - 2022090101

Lagt fram erindi Halldórs Pálma Bjarkasonar, f.h. Wild Westfjords, dags. 14. september 2022, er varðar aðstöðu og skipulag við móttöku ferðamanna úr skemmtiferðaskipum á nýjum Sundabakka frá og með sumarinu 2023.
Í erindinu er óskað eftir svörum við þremur spurningum:
1. Hvers vegna var ekki talin ástæða til að hafa samband við Wild Westfjords ehf. varðandi þeirra skoðanir á móttöku ferðamanna á Ísafjarðarhöfn, þegar skýrslan „Hafnir Ísafjarðar - skipulag og stefna“ var unnin?
2. Hvar á höfninni er gert ráð fyrir að ferðaþjónar taki á móti gestum sem fara í skipulagðar rútuferðir sumarið 2023?
3. Með hvaða hætti verður upplýsingagjöf til ferðaþjóna um skipakomur bætt fyrir næsta sumar?
1. Boðað var til opinna funda og kynninga fyrir íbúa og hagsmunaaðila í tvígang vegna vinnu við skipulag Sundabakka, 28. október 2019 og 10. desember 2020.

2. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um endanlegt skipulag hafnarinnar eftir að framkvæmdum við lengingu Sundabakka er lokið.

3. Áætlað er að taka í notkun nýtt bókunarkerfi fyrir næsta sumar sem verður skýrara hvað varðar upplýsingagjöf um skipakomur.
Jóhann Birkir kemur aftur inn á fund kl. 13:13.

4.Walvis - Erindi vegna aðstöðu við Flateyrarhöfn - 2022090115

Lagt fram erindi Þorgils Þorgilssonar, f.h. Walvis ehf., dags. 23. september 2022, er varðar aðstöðu og þá sérstaklega dýpi við Flateyrarhöfn.
Hafnarstjóri upplýsir hafnarstjórn um það að samkvæmt fjölgeislamælingu á dýpi við Flateyrarhöfn, sem framkvæmd var árið 2021, standast útgefnar dýpistölur í hafnarkorti.
Jóhann Birkir víkur af fundi undir þessum lið, kl. 13:21.

5.Meltutankur á Þingeyri - staðsetning - 2022090106

Lögð fram teikning Jóhanns B. Helgasonar, f.h. Verkís, af mögulegri landfyllingu við Hafnarkant á Þingeyri vegna meltutanks.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillögu að staðsetningu meltutanks á nýrri landfyllingu og vísar málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Jóhann Birkir kemur aftur inn á fund kl. 13:35.

6.Endurskoðun erindisbréfa nefnda Ísafjarðarbæjar 2022 - 2021050007

Lagt fram til kynningar erindisbréf Hafnarstjórnar.
Erindisbréf hafnarstjórnar lagt fram til kynningar.

7.Siðareglur kjörinna fulltrúa 2022 - 2022070005

Á 497. fundi bæjarstjórnar, þann 1. september 2022, voru samþykktar uppfærðar siðareglur kjörinna fulltrúa Ísafjarðarbæjar.

Eru siðareglurnar nú lagðar fram til kynningar fyrir nefndinni.
Siðareglur lagðar fram til kynningar.

8.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2021-2022 - 2021020042

Lagðar fram til kynningar reglur um stuðning við hafnarsjóði til að mæta kostnaði við rekstur fordæmisgefandi dómsmála sem samþykktar voru á 444. fundi stjórnar Hafnasambands Íslands þann 14. júní 2022.
Lagt fram til kynningar.

9.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2021-2022 - 2021020042

Lögð fram til kynningar 444. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, sem haldinn var þann 14. júní 2022. Einnig lögð fram til kynningar 445. fundargerð sambandsins, dags. 14. september 2022.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:37.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?