Hafnarstjórn
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Fundurinn er sameiginlegur með skipulags- og mannvirkjanefnd, að undanskildu 4. máli á dagskrá hafnarstjórnar.
1.Sjóferðir - Umsókn um stöðuleyfi - 2022060042
Lögð fram er umsókn Stígs Berg Sophussonar um stöðuleyfi vegna bryggjuhúss Sjóferða sem staðsett hefur verið á löndunarbryggju frá árinu 2008. Um er að ræða fyrstu umsókn Stígs um stöðuleyfi vegna hússins en fyrri eigendur hafa áður hlotið stöðuleyfi vegna sama húss.
Einnig eru lagðar fram leiðbeiningar vegna stöðuleyfa.
Óskað var eftir umsögn hafnarstjórnar vegna málsins á 55. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.
Einnig eru lagðar fram leiðbeiningar vegna stöðuleyfa.
Óskað var eftir umsögn hafnarstjórnar vegna málsins á 55. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.
Hafnarstjórn leggst ekki gegn því að stöðuleyfi verði veitt til 12 mánaða.
Nefndin bendir umsækjanda á að stöðuleyfi eru hugsuð sem tímabundin lausn og hvetur umsækjanda til að huga að varanlegu úrræði.
Nefndin vekur einnig athygli á því að skipulagsmál á hafnarsvæðinu eru í endurskoðun og verður meðal annars hugað að aðstöðu ferðaþjónustufyrirtækja í þeirri vinnu.
Nefndin bendir umsækjanda á að stöðuleyfi eru hugsuð sem tímabundin lausn og hvetur umsækjanda til að huga að varanlegu úrræði.
Nefndin vekur einnig athygli á því að skipulagsmál á hafnarsvæðinu eru í endurskoðun og verður meðal annars hugað að aðstöðu ferðaþjónustufyrirtækja í þeirri vinnu.
2.Sundabakki - Umsókn um stöðuleyfi - 2022060093
Sædís Ólöf Þórsdóttir leggur fram umsókn um stöðuleyfi vegna torgsöluhúss við Sundabakka. Tilgangur hússins er að þar verði seldur varningur sem eingöngu er framleiddur á svæðinu. Umsækjandi hefur ekki áður fengið stöðuleyfi vegna hússins.
Jafnframt eru lögð fram ljósmynd af húsi ásamt yfirlitsmynd er sýnir fyrirhugaða staðsetningu.
Óskað var eftir umsögn hafnarstjórnar vegna málsins á 55. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.
Jafnframt eru lögð fram ljósmynd af húsi ásamt yfirlitsmynd er sýnir fyrirhugaða staðsetningu.
Óskað var eftir umsögn hafnarstjórnar vegna málsins á 55. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.
Hafnarstjórn leggst ekki gegn því að stöðuleyfi verði veitt til 3 mánaða, frá 10. júní til 10. september.
Nefndin bendir umsækjanda á að stöðuleyfi eru hugsuð sem tímabundin lausn og hvetur umsækjanda til að huga að varanlegu úrræði.
Nefndin vekur einnig athygli á því að skipulagsmál á hafnarsvæðinu eru í endurskoðun og verður meðal annars hugað að aðstöðu ferðaþjónustufyrirtækja í þeirri vinnu.
Nefndin bendir umsækjanda á að stöðuleyfi eru hugsuð sem tímabundin lausn og hvetur umsækjanda til að huga að varanlegu úrræði.
Nefndin vekur einnig athygli á því að skipulagsmál á hafnarsvæðinu eru í endurskoðun og verður meðal annars hugað að aðstöðu ferðaþjónustufyrirtækja í þeirri vinnu.
3.Skipulagsmál á Sundabakkasvæðinu - 2017050124
Mál er varðar skipulagsmál á Ísafjarðarhöfn, Sundabakka, út frá aðgengi, öryggi og aðstöðu fyrir ferðafólk í tengslum við stækkun hafnarinnar, áður tekið fyrir á 232. fundi hafnarstjórnar þann 23. júní 2022.
Hafnarstjórn lagði til að vinna áfram að málinu á næsta fundi nefndarinnar og er það því lagt fram á ný.
Fylgigögn eru skýrsla Verkís um mögulegar skipulagsbreytingar á hafnarsvæði, dags. 8. september 2021, og afstöðumyndir af mögulegu skipulagi á svæðinu unnar af Glámu Kím, dags. 31. maí 2017.
Hafnarstjórn lagði til að vinna áfram að málinu á næsta fundi nefndarinnar og er það því lagt fram á ný.
Fylgigögn eru skýrsla Verkís um mögulegar skipulagsbreytingar á hafnarsvæði, dags. 8. september 2021, og afstöðumyndir af mögulegu skipulagi á svæðinu unnar af Glámu Kím, dags. 31. maí 2017.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs.
Jafnframt felur hafnarstjórn hafnarstjóra að hefja viðræður við lóðarhafa við Hrafnatanga um framtíðaráform þeirra.
Jafnframt felur hafnarstjórn hafnarstjóra að hefja viðræður við lóðarhafa við Hrafnatanga um framtíðaráform þeirra.
4.Endurskoðun erindisbréfa nefnda Ísafjarðarbæjar 2022 - 2021050007
Lögð fram drög að nýju erindisbréfi hafnarstjórnar.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 13:30.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?