Hafnarstjórn
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Varnarbúnaður vegna olíumengunar - tækjakaup - 2022050064
Lagt fram minnisblað hafnarstjóra, Guðmundar M. Kristjánssonar, dags. 23. apríl 2022, er varðar endurnýjun á hreinsunar- og varnarbúnaði hafna Ísafjarðarbæjar vegna olíumengunar.
Hafnarstjórn leggur til að bæjarstjórn samþykki viðauka við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022, vegna kaupa á hreinsunarbúnaði vegna olíumengunar.
2.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2021 - hafnarsjóður - 2022010041
Lagður fram til kynningar ársreikningur hafnarsjóðs 2021 ásamt minnisblaði fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar, dags. 12. maí 2022, með samantekt um niðurstöðu ársreiknings.
Lagt fram til kynningar.
3.Innovative solutions for sustainable tourism in Nordic harbor towns - 2019050056
Lögð fram til kynningar samantekt Nordic Innovation um verkefnið og handbók fyrir möguleg framtíðarverkefni um sjálfbærni.
Lagt fram til kynningar.
4.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2021-2022 - 2021020042
Lögð fram til kynningar fundargerð 443. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem fram fór þann 1. apríl 2022.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Hafnarstjóri þakkar hafnarstjórn fyrir ánægjulegt og gott samstarf á kjörtímabilinu sem er að líða.
Stjórnin hefur unnið að mörgum góðum og nauðsynlegum málefnum, m.a. að fara í stærstu framkvæmdir sem hafnarsjóður hefur ráðist í hingað til.
Stjórnin skilar góðu búi inn í framtíðina, sem er björt.
Stjórnin hefur unnið að mörgum góðum og nauðsynlegum málefnum, m.a. að fara í stærstu framkvæmdir sem hafnarsjóður hefur ráðist í hingað til.
Stjórnin skilar góðu búi inn í framtíðina, sem er björt.
Fundi slitið - kl. 12:30.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?