Hafnarstjórn
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011
Lögð fram samantekt Gunnars Páls Eydal hjá Verkís, dags. 11. apríl 2022, um stefnu og áherslur hafnanna á Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og annarra minni bryggja í tengslum við heildarendurskoðun Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar.
Hafnarstjórn samþykkir að leggja samantekt um stefnu og áherslur hafnanna á Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og annarra minni bryggja inn í vinnu við endurskoðun Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar.
2.Endurbygging innri hafnargarðs á Þingeyri - 2022040027
Lagt fram minnisblað Kjartans Elíassonar f.h. Vegagerðarinnar, dags. 7. apríl 2022, er varðar endurbyggingu og stækkun innri hafnar á Þingeyri.
Hafnarstjórn leggur til að tillaga tvö úr minnisblaði, endurbygging og 30 m lenging á innri viðlegukanti og frestun á endurbyggingu s.k. kassa, verði valin til að tryggja að starfsemi á höfninni raskist sem minnst.
Einnig að athuga möguleika á að lengja nýtt þil enn frekar.
Einnig að athuga möguleika á að lengja nýtt þil enn frekar.
3.Flateyrarhöfn - skábraut - 2022040029
Lagt fram minnisblað Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra Ísafjarðarbæjar, dags. 8. apríl 2022, er varðar byggingu skábrautar við Flateyrarhöfn.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna málið áfram með Vegagerðinni og björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri.
4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031
Lögð fram til kynningar umsögn hafnarstjóra við frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003 sem send var innviðaráðuneyti í mars 2022.
Lagt fram til kynningar.
5.Þróun hafnarsvæðis - framhaldsrannsókn - 2021040067
Lögð fram samantekt frá Majid Eskafi, dags. 15. mars 2022, á verkefninu vöxtur og viðgangur Ísafjarðarhafnar sem Majid er að vinna fyrir hafnarstjórn.
Skýrslan varðar skipaumferð um höfnina og uppbyggingu.
Skýrslan varðar skipaumferð um höfnina og uppbyggingu.
Lagt fram til kynningar.
6.Cruise Iceland - ýmis erindi 2022-2023 - 2022040028
Lögð fram til kynningar fjárhagsáætlun samtakanna Cruise Iceland fyrir árið 2022 og 2023.
Lagt fram til kynningar.
7.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2021-2022 - 2021020042
Lagður fram til kynningar ársreikningur Hafnasambands Íslands, dags. 1. apríl 2022.
Lagt fram til kynningar.
8.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2021-2022 - 2021020042
Lögð fram til kynningar fundargerð 422. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem fram fór þann 18. febrúar 2022.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 12:36.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?