Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
220. fundur 27. apríl 2021 kl. 12:15 - 12:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson formaður
  • Anna Ragnheiður Grétarsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Gísladóttir aðalmaður
  • Jóhann Bæring Pálmason varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir Upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Jóhann Bæring var viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

1.Þróun hafnarsvæðis - framhaldsrannsókn - 2021040067

Lagt fram minnisblað Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra, dags. 21. apríl 2021, þar sem kynnt er beiðni Majid Eskafi um framlengingu á samningi við hafnir Ísafjarðarbæjar vegna framhaldsrannsóknar á þróun hafnarsvæðis á Ísafirði.
Hafnarstjóri kynnir fyrirhugaða framhaldsrannsókn Majid Eskafi og fyrirkomulag fyrri samstarfssamnings.

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna málið áfram.

2.Sundabakki - framkvæmdir - 2016090029

Lagt fram minnisblað Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra, dags. 21. apríl 2021, varðandi tilboð í viðbótarstál í suðurenda Sundabakka.
Hafnarstjórn samþykkir framkomið tilboð.

Fundi slitið - kl. 12:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?