Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
217. fundur 08. desember 2020 kl. 12:00 - 12:27 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson formaður
  • Anna Ragnheiður Grétarsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Högni Gunnar Pétursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Gjaldskrár 2021 - 2020050033

Lögð fram uppfærð gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2021, samkvæmt tillögu hafnarstjóra.
Hafnarstjórn samþykkir gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar 2021 og vísar henni til samþykktar í bæjarstjórn.

2.Sundabakki - framkvæmdir - 2016090029

Lagt fram bréf Sunnu Viðarsdóttur, f.h. Vegagerðarinnar, dags. 26. nóvember 2020, þar sem dregin eru saman þau tilboð sem komu inn vegna verksins: Fyrirstöðugarður við Sundabakka 2020.
Hafnarstjórn leggur til að samið verði við lægstbjóðanda.

3.Sundabakki - framkvæmdir - 2016090029

Lagt fram minnisblað Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra, dags. 7. desember 2020, varðandi framkvæmdir við Sundabakka og Suðurtanga.
Minnisblað hafnarstjóra lagt fram.

Umræður um stöðu framkvæmda, meðal annars hreinsun Suðurtanga.

Hafnarstjóra falið að kanna mögulega útfærslu sjóvarnargarðs norðan Norðurtanga.

Fundi slitið - kl. 12:27.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?