Hafnarstjórn
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Sigríður Gísladóttir var viðstödd fundinn í gegnum fjarfundabúnað.
1.Skipulagsmál á Sundabakkasvæðinu - 2017050124
Drög að frummatsskýrslu vegna dýpkunar við Sundabakka á Ísafirði lögð fram til kynningar.
Skýrslan er dagsett 2. júlí 2020 og er unnin af Verkís. Verkefnisstjóri er Gunnar Páll Eydal.
Skýrslan er dagsett 2. júlí 2020 og er unnin af Verkís. Verkefnisstjóri er Gunnar Páll Eydal.
Drög að frummatsskýrslu vegna dýpkunar við Sundabakka lögð fram til kynningar.
Hafnarstjóri fer yfir stöðu máls og umsagna sem borist hafa.
Hafnarstjóri fer yfir stöðu máls og umsagna sem borist hafa.
2.Skipulagsmál á Sundabakkasvæðinu - 2017050124
Lagt fram minnisblað Gunnars Páls Eydal, umhverfis- og auðlindafræðings hjá Verkís, dags. 2. júní sl., þar sem kynnt er tímaáætlun fyrir framhald skipulagsvinnu á hafnarsvæðunum á Ísafirði.
Minnisblað lagt fram til kynningar.
Að sögn hafnarstjóra er ekki svigrúm í fjárhagsáætlun ársins 2020 til að fylgja eftir tillögu að tímaáætlun fyrir framhald skipulagsvinnu á hafnarsvæðunum sem lögð er fram í minnisblaðinu.
Hafnarstjórn vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir 2021.
Að sögn hafnarstjóra er ekki svigrúm í fjárhagsáætlun ársins 2020 til að fylgja eftir tillögu að tímaáætlun fyrir framhald skipulagsvinnu á hafnarsvæðunum sem lögð er fram í minnisblaðinu.
Hafnarstjórn vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir 2021.
3.Sundabakki - framkvæmdir - 2016090029
Lagt fram minnisblað Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra, dags. 6. júlí sl., þar sem rakin er staða mála varðandi lengingu Sundabakka.
Minnisblað hafnarstjóra lagt fram til kynningar. Þar kemur meðal annars fram að skýrsla vegna umhverfismats er komin í lokaferli, hönnun stálþils lauk fyrir síðustu mánaðarmót og er í útboði á vegum Ríkiskaupa, hönnun á fyrirstöðugarði er í vinnslu og má gera ráð fyrir að það verk verði boðið út í ágúst næstkomandi.
Hafnarstjóri fer nánar yfir stöðu mála vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Sundabakka og stöðu bókana skemmtiferðaskipa næstu ár.
Hafnarstjóri fer nánar yfir stöðu mála vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Sundabakka og stöðu bókana skemmtiferðaskipa næstu ár.
4.Cruise Iceland - skýrslur og fundargerðir 2020-2021 - 2020070026
Lögð fram til kynningar ársskýrsla Cruise Iceland sem kynnt var og tekin til umfjöllunar á aðalfundi samtakana sem haldinn var á Siglufirði 4. júní sl.
Ársskýrsla lögð fram til kynningar.
5.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2019-2020 - 2019030067
Lagt fram bréf Gísla Gíslasonar, formanns stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 3. júlí sl., þar sem boðað er til hafnasambandsþings 2020 sem haldið verður í Ólafsvík dagana 24. og 25. september nk.
Boð á hafnasambandsþing 2020 lagt fram til kynningar.
Hafnarstjóri hvetur alla hafnarstjórnarmenn til að mæta á þingið.
Ákveðið að Marzellíus Sveinbjörnsson, Högni Gunnar Pétursson, Anna Ragnheiður Grétarsdóttir, Sigríður Gísladóttir og Sigurður Jón Hreinsson mæti til fundar fyrir hönd hafna Ísafjarðarbæjar.
Hafnarstjóri hvetur alla hafnarstjórnarmenn til að mæta á þingið.
Ákveðið að Marzellíus Sveinbjörnsson, Högni Gunnar Pétursson, Anna Ragnheiður Grétarsdóttir, Sigríður Gísladóttir og Sigurður Jón Hreinsson mæti til fundar fyrir hönd hafna Ísafjarðarbæjar.
6.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2019-2020 - 2019030067
Lagðar fram fundargerðir 423. og 424. funda stjórnar Hafnasambands Íslands.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 12:25.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?