Hafnarstjórn
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri sat fundinn til klukkan 12:58.
1.Birting fylgiskjala fundargerða á vef Ísafjarðarbæjar - verklagsreglur 2018 - 2018100068
Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari, mætir til fundar til að ræða birtingu fylgiskjala með fundargerðum.
Gestir
- Þórdís Sif Sigurðardóttir - mæting: 12:00
2.Fjárhagsáætlun 2020 - 2019030031
Hafnarstjóri leggur fram drög að fjárhagsáætlun hafnarsjóðs fyrir árið 2020 og drög að fjárfestingaráætlun hafnarsjóðs 2020-2023.
Hafnarstjóri leggur fram drög að fjárhagsáætlun hafnarsjóðs 2020 og drög að fjárfestingaráætlun hafnarsjóðs 2020-2023. Drög að fjárhagsáætlun rædd, samþykkt og vísað til fyrri umræðu fjárhagsáætlunar í bæjarstjórn.
Drög að fjárfestingaráætlun rædd og samþykkt með breytingum.
Hafnarstjórn leggur til að settar verði 100 milljónir til verkefnisins lenging Sundabakka að því gefnu að öll leyfi liggi fyrir til þess að geta hafið framkvæmd.
Verkefnið malbikun á gámaplani fært til 2021.
Fjárfestingaráætlun vísað til fyrri umræðu fjárhagsáætlunar í bæjarstjórn.
Drög að fjárfestingaráætlun rædd og samþykkt með breytingum.
Hafnarstjórn leggur til að settar verði 100 milljónir til verkefnisins lenging Sundabakka að því gefnu að öll leyfi liggi fyrir til þess að geta hafið framkvæmd.
Verkefnið malbikun á gámaplani fært til 2021.
Fjárfestingaráætlun vísað til fyrri umræðu fjárhagsáætlunar í bæjarstjórn.
Sigurður Jón Hreinsson yfirgefur fundinn kl. 12:51.
3.Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs 2020 - gjaldskrár - 2019030031
Lagt fram minnisblað hafnarstjóra frá 30. október varðandi gjaldskrá og drög að gjaldskrá hafnarsjóðs fyrir 2020.
Hafnarstjóri leggur fram minnisblað varðandi gjaldskrá og drög að gjaldskrá hafnarsjóðs fyrir 2020.
Hafnarstjórn samþykkir gjaldskrá með að meðaltali 2,5% hækkun 2020, nema rafmagn til endursölu hækkar í samræmi við gjaldskrárhækkun Orkubús Vestfjarða og aflagjald óbreytt, 1,58%.
Gjaldskrá hafnarsjóðs fyrir 2020 vísað til fyrri umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn.
Hafnarstjórn samþykkir gjaldskrá með að meðaltali 2,5% hækkun 2020, nema rafmagn til endursölu hækkar í samræmi við gjaldskrárhækkun Orkubús Vestfjarða og aflagjald óbreytt, 1,58%.
Gjaldskrá hafnarsjóðs fyrir 2020 vísað til fyrri umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn.
4.Hafnasamband Íslands - fundargerð 415 og 416 - 2019030067
Lagðar fram fundargerðir 415. og 416. funda stjórnar Hafnasambands Íslands.
Fundargerðir 415. og 416. funda Hafnasambans Íslands lagðar fram til kynningar.
5.Siglingaráð - fundargerðir - 2019050049 - 2019050049
Lögð fram til kynningar fundargerðir 17. og 18. fundar Siglingaráðs.
Fundargerðir 17. og 18. funda Siglingaráðs lagðar fram til kynningar.
Fundi slitið 13:30
Fundi slitið - kl. 13:30.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?