Framkvæmdaráð Velferðarþjónustu Vestfjarða

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
6. fundur 11. apríl 2025 kl. 08:30 - 09:30 í fjarfundarbúnaði
Nefndarmenn
  • Edda María Hagalín fjármálastjóri
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri
  • Gerður Björk Sveinsdóttir bæjarstjóri
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
Dagskrá
María Rós Skúladóttir og Lilja Ósk Alexandersdóttir sátu fundinn undir umfjöllun um endurskoðun samnings um Velferðarþjónustu Vestfjarða.

1.Velferðarþjónusta Vestfjarða - 2022100128

Lögð fram drög að endurskoðuðum samningi um Velferðarþjónustu Vestfjarða. Lilja Ósk Alexandersdóttir og María Rós Skúladóttir frá KPMG kynntu drögin.
Framkvæmdaráð óskar eftir tillögum um aðkomu kjörinna fulltrúa að málaflokkunum sem undir samninginn falla. KPMG falið að koma með tillögur og leggja fyrir framkvæmdaráð.

2.NPA 2025 - 2025010059

Lögð fram beiðni um hækkun á NPA samningi. Á grundvelli greinargerðar sem lögð var fyrir fund Sviðs- og félagsmálastjóra þann 8. apríl s.l. er staðfest afar brýn þörf fyrir aukna þjónustu og lagt til við framkvæmdaráð VV að umsóknin verði samþykkt. Jafnframt að gerð verði krafa til heilbrigðisyfirvalda um þátttöku í kostnaði við þjónustuna. Fjármálastjóra falið að gera grein fyrir áhrifum kostnaðaraukans á fjárhagsáætlun Velferðarþjónustu Vestfjarða og leggja fyrir framkvæmdaráð.
Framkvæmdaráð samþykkir aukningu á þjónustu. Fjármálastjóra er falið að uppfæra áætlun VV í samræmi við framlagðan viðauka.
Gestir yfirgáfu fundinn kl. 09:15.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?