Framkvæmdaráð Velferðarþjónustu Vestfjarða
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Skammtímadvöl - 2024070073
Lögð fyrir á ný umsókn um aukningu á þjónustu í skammtímadvöl.
Sviðs- og félagsmálastjórar hafa lagt faglegt mat á umsóknina og staðfesta þörf á aukningu dvalar í skammtímadvöl á grundvelli fötlunar, með vísan til laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Aukning á þjónustu nemur tólf vikum á ári í skammtímadvöl eða um það bil kr. 12.000.000,-. Þegar hefur verið gert ráð fyrir kostnaðinum í fjárhagsáætlun VV fyrir árið 2025.
Sviðs- og félagsmálastjórar hafa lagt faglegt mat á umsóknina og staðfesta þörf á aukningu dvalar í skammtímadvöl á grundvelli fötlunar, með vísan til laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Aukning á þjónustu nemur tólf vikum á ári í skammtímadvöl eða um það bil kr. 12.000.000,-. Þegar hefur verið gert ráð fyrir kostnaðinum í fjárhagsáætlun VV fyrir árið 2025.
Framkvæmdaráð samþykkir umsóknina.
2.Búseta - 2024090078
Lögð fyrir á ný umsókn um búsetuþjónustu.Sviðs- og félagsmálastjórar hafa lagt faglegt mat á umsóknina og staðfesta þörf á búsetuþjónustu fyrir umsækjanda á grundvelli fötlunar, með vísan til laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Umsækjandi hefur ekki verið í búsetuþjónustu áður og mun ekki hefja sjálfstæða búsetu fyrr en um mitt ár 2025. Þangað til verður þjónustan óbreytt en umsækjandi hefur verið í umfangsmikilli þjónustu sem fatlað barn. Umsækjandi flytur inn í þegar skilgreinda búsetu og hagræðið af því mikið. Áhrif á fjárhagsáætlun 2025 leiðir til hækkunar um kr. 13.937.952,-. Þegar hefur verið gert ráð fyrir kostnaðinum í fjárhagsáætlun VV fyrir árið 2025. Vakin er athygli á að kostnaður í búsetum hjá Ísafjarðarbæ lækkar þar sem annað búsetuúrræði leggst af í lok janúar 2025.
Framkvæmdaráð samþykkir umsóknina.
3.Búseta - 2024090077
Lögð fyrir á ný umsókn um búsetuþjónustu.Sviðs- og félagsmálastjórar hafa lagt faglegt mat á umsóknina og staðfesta þörf á búsetuþjónustu fyrir umsækjanda á grundvelli fötlunar, með vísan til laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Umsækjandi hefur ekki verið í búsetuþjónustu áður en hefur nýlega fengið sis mat sem styður þörf fyrir sólarhringsþjónustu. Umsækjandi flytur inn í þegar skilgreinda búsetu og hagræðið af því mikið. Áhrif á fjárhagsáætlun 2025 leiðir til hækkunar um kr. 13.036.981,-. Þegar hefur verið gert ráð fyrir kostnaðinum í fjárhagsáætlun VV fyrir árið 2025. Vakin er athygli á að kostnaður í búsetum hjá Ísafjarðarbæ lækkar þar sem annað búsetuúrræði leggst af í lok janúar 2025.
Framkvæmdaráð samþykkir umsóknina.
4.Velferðarþjónusta Vestfjarða - fjárhagsáætlun 2025 - 2024070073
Fjárhagsáætlun 2025 fyrir Velferðarþjónustu Vestfjarða lögð fram.
Framkvæmdaráð samþykkir fjárhagsáætlun 2025.
Fundi slitið - kl. 10:45.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?