Framkvæmdaráð Velferðarþjónustu Vestfjarða
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Bryndís Ósk Jónsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Ísafjarðarbæjar sat fundinn undir umfjöllun um 1. lið dagskrárinnar.
1.Mælaborð aðildarsveitarfélaga - 2022100128
Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Ísafjarðarbæjar gerði grein fyrir stöðu á innleiðingu mælaborðs varðandi uppsetningu á sjálfvirkri rekstrarskýrslu fyrir aðildarsveitarfélög Velferðarþjónustu Vestfjarða.
Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármála gerði grein fyrir vinnslu og undirbúning á mælaborði vegna aðgangs aðildarsveitarfélaga að fjárhagsstöðu í málaflokkum sem heyra undir samning um sérhæfða velferðarþjónustu á Vestfjörðum.
2.Velferðarþjónusta Vestfjarða - 2022100128
Lagt fyrir minnisblað sviðs- og félagsmálastjóra á Vestfjörðum með athugasemdum um samning um sérhæfða velferðarþjónustu á Vestfjörðum og aðra þjónustu tengda samstarfinu.
Athugasemdir sviðs- og félagsmálastjóra verða teknar upp þegar kemur að endurnýjun samningsins.
3.Sameiginlegar bakvaktir - 2023100093
Lagðar fram tillögur sviðs- og félagsmálastjóra VV um sameiginlegar bakvaktir í barnavernd.
Framkvæmdaráð leggur til við aðildarsveitarstjórnir samningsins að þær samþykki tillöguna.
4.Velferðarþjónusta Vestfjarða - endurskoðun reglna og verklags - 2023100093
Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar þar sem óskað er eftir staðfestingu framkvæmdaráðs þess efnis að útfærsla á meðferð mála hjá velferðarteymi skv. 8. gr. samnings um Velferðarþjónustu Vestfjarða skiptist eftirleiðis á milli tveggja teyma. Eftirleiðis verði teymin nefnd teymi barnaverndarþjónustu á Vestfjörðum og teymi um málefni fatlaðs fólks á Vestfjörðum.
Framkvæmdateymi samþykkir tillöguna.
5.Velferðarþjónusta Vestfjarða - 2022100128
Fjármálastjóri Ísafjarðarbæjar lagði fram upplýsingar um útsvarshluta aðildarsveitarfélaga að Velferðarþjónustu Vestfjarða, ásamt skilagrein frá Jöfnunarsjóði um framlög frá 1. janúar 2024.
Lagt fram til kynningar. Starfsmönnum Ísafjarðarbæjar falið að kanna hver frávik séu vegna áætlunar sem var kynnt á fundi framkvæmdaráðs þann 15. nóvember 2023 í samanburði við endanlega fjárhagsáætlun sveitarfélaganna sem ekki var lögð fram með formlegum hætti.
Fundi slitið - kl. 09:30.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?