Fræðslunefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064
Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir hver staðan væri á þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.
2.Starfsáætlanir og skýrslur grunnskóla starfsárið 2019-2020 - 2019090026
Lögð fram starfsáætlun Grunnskólans á Ísafirði fyrir skólaárið 2019 - 2020.
Lagt fram til kynningar.
3.Mötuneyti í grunnskólum Ísafjarðarbæjar - 2019090044
Kynnt hugmynd um átak með grunnskólum í Ísfjarðarbæ til að minnka matarsóun. Hugmyndin snýst um að fá starfsmenn og nemendur skólanna til að leggja til hugmyndir.
Unnið áfram með skólastjórnendum.
4.Endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar - 2016100048
Lögð fram tilbúin og endurskoðuð menntastefna Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram.
5.Hvatningaverðlaun fræðslunefndar til skóla í Ísafjarðarbæ - 2019090042
Lagðar fram hugmyndir tveggja sveitafélaga sem hægt væri að nota til viðmiðunar á útfærslu á hugmyndinni að Hvatningaverðlaunum fræðslunefndar til skóla í Ísafjarðarbæ.
Hugmyndir lagðar fram.
6.Starfsáætlanir og skýrslur leikskóla skólaárið 2019-2020 - 2019080006
Lögð fram starfsáætlun leikskólans Sólborgar á Ísafirði fyrir skólaárið 2019-2020.
Lagt fram til kynningar.
7.Starfsáætlanir og skýrslur leikskóla skólaárið 2018-2019 - 2018090057
Lögð fram ársskýrsla leikskólans Tjarnarbæjar á Suðureyri fyrir skólaárið 2018-2019.
Lagt fram til kynningar.
8.Málefni leikskóla haust 2018 - 2018080029
Kynnt minnisblað Stefaníu Helgu Ásmundsdóttur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs er varðar umsögn foreldra og starfsmanna vegna nýrra viðmiðunarreglna í leikskólum Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram. Málinu frestað til næsta fundar.
9.Skóladagatöl skólaárið 2019-2020 - 2019040008
Lagt fram nýtt skóladagatal fyrir leikskólann Eyraskjól.
Málinu frestað til næsta fundar.
Fundi slitið - kl. 09:40.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?