Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
403. fundur 11. apríl 2019 kl. 08:10 - 09:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir formaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Áheyrnafulltrúi fyrir grunnskólamál: Laufey Eyþórsdóttir, fulltrúi kennara.
Áheyrnafulltrúar fyrir leikskólamál: Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi leikskólastjórnenda og Sonja Sigurgeirsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir hver staðan væri á þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

2.Skóladagatöl 2019-2020 - 2019030033

Lögð fram ný skóladagatöl frá Grunnskólanum á Ísafirði og Grunnskóla Önundarfjarðar, fyrir skólaárið 2019- 2020.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við skóladagatölin.

3.Fjárhagsáætlun 2020 - 2019030031

Kynnt vinna við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2020.
Umræða fór fram á fundinum vegna vinnu við gjaldskrár skólasviðs Ísafjarðarbæjar.

4.Skýrslur og úttektir frá Menntamálastofnum - 2019040011

Lagðar fram skýrslur frá Menntamálastofnun sem varða annar vegar niðurstöður lesfimiprófa Lesferils frá janúar 2019 og hins vegar úttekt á stöðu læsisstefnu hjá sveitarfélögum og skólum þeirra, vegna skuldbindinga sem til eru komnar vegna undirritunar sveitarfélaganna á Þjóðarsáttmála um læsi.
Lagt fram til kynningar.

5.Endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar - 2016100048

Lögð fram drög að skólastefnu Ísafjarðarbæjar.
Lögð fram til kynningar drög að skólastefnu Ísafjarðarbæjar.

6.Skóladagatöl skólaárið 2019-2020 - 2019040008

Lögð fram skóladagatöl frá leikskólanum Sólborg á Ísafirði og leikskólanum Grænagarði á Flateyri, fyrir skólaárið 2019- 2020.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við skóladagatölin. Sumarlokun leikskólans Sólborgar verður fjórar vikur og framvegis verður lokunin rúllandi á þremur timabilum; frá miðjum júní fram í miðjan júlí, júlímánuður og frá miðjum júlí fram í miðjan ágúst.

7.Málefni leikskóla haust 2018 - 2018080029

Kynnt staðan á vinnu starfshóps um málefni leikskóla í Ísafjarðarbæ.
Kynnt hver staðan er á vinnu starfshóps um málefni leikskóla í Ísafjarðarbæ.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?