Fræðslunefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064
Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir hver staðan væri á þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.
2.Skóladagatöl 2019-2020 - 2019030033
Lögð fram ný skóladagatöl frá Grunnskólanum á Ísafirði og Grunnskóla Önundarfjarðar, fyrir skólaárið 2019- 2020.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við skóladagatölin.
3.Fjárhagsáætlun 2020 - 2019030031
Kynnt vinna við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2020.
Umræða fór fram á fundinum vegna vinnu við gjaldskrár skólasviðs Ísafjarðarbæjar.
4.Skýrslur og úttektir frá Menntamálastofnum - 2019040011
Lagðar fram skýrslur frá Menntamálastofnun sem varða annar vegar niðurstöður lesfimiprófa Lesferils frá janúar 2019 og hins vegar úttekt á stöðu læsisstefnu hjá sveitarfélögum og skólum þeirra, vegna skuldbindinga sem til eru komnar vegna undirritunar sveitarfélaganna á Þjóðarsáttmála um læsi.
Lagt fram til kynningar.
5.Endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar - 2016100048
Lögð fram drög að skólastefnu Ísafjarðarbæjar.
Lögð fram til kynningar drög að skólastefnu Ísafjarðarbæjar.
6.Skóladagatöl skólaárið 2019-2020 - 2019040008
Lögð fram skóladagatöl frá leikskólanum Sólborg á Ísafirði og leikskólanum Grænagarði á Flateyri, fyrir skólaárið 2019- 2020.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við skóladagatölin. Sumarlokun leikskólans Sólborgar verður fjórar vikur og framvegis verður lokunin rúllandi á þremur timabilum; frá miðjum júní fram í miðjan júlí, júlímánuður og frá miðjum júlí fram í miðjan ágúst.
7.Málefni leikskóla haust 2018 - 2018080029
Kynnt staðan á vinnu starfshóps um málefni leikskóla í Ísafjarðarbæ.
Kynnt hver staðan er á vinnu starfshóps um málefni leikskóla í Ísafjarðarbæ.
Fundi slitið - kl. 09:20.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Áheyrnafulltrúar fyrir leikskólamál: Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi leikskólastjórnenda og Sonja Sigurgeirsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna.