Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
401. fundur 14. febrúar 2019 kl. 08:10 - 09:09 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir formaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Áheyrnafulltrúi fyrir grunnskólamál: Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, fulltrúi grunnskólastjórnenda.
Áheyrnafulltrúar fyrir leikskólamál: Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi leikskólastjórnenda og Catherine Chambers, fulltrúi foreldra leikskólabarna.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir hver staðan væri á þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

2.Úthlutunarlíkan og samstarfssamningur - 2013120028

Lagt fram minnisblað frá Guðrúnu Birgisdóttur dagsett 12. febrúar 2019 er varðar samstarfssamning Tónlistafélags Ísafjarðar og Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar við Ísafjarðarbæ um rekstur tónlistaskóla.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að gerð verði breyting á 6. grein samningsins.

3.Endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar - 2016100048

Kynntar niðurstöður frá nemendaþingi sem haldið var í Ísafjarðarbæ 10. janúar 2019.
Lagt fram til kynningar.

4.Málefni leikskóla haust 2018 - 2018080029

Lagt fram bréf frá Sigþrúði Margréti Gunnsteinsdóttur fyrir hönd foreldra í fæðingarorlofi, dagsett 6. febrúar 2019.
Fræðslunefnd þakkar Sigþrúði Margréti fyrir bréfið og er starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs falið að svara bréfinu. Gerð var eftirfarandi bókun á fundinum: Fræðslunefnd þakkar starfsfólki leikskólanna Eyrarskjóls og Sólborgar sem og starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar fyrir skjót viðbrögð við skorti á leikskólaplássum á Ísafirði. Nú hafa öll börn fædd í janúar 2018 á Ísafirði sem voru á biðlista, fengið úthlutað pláss á leikskóla og stöndum við því töluvert framar en mörg önnur sveitarfélög hvað þetta varðar. 20. febrúar næstkomandi verður stækkun leikskólans Eyrarskjóls boðin út. Við lok þeirra stækkunar mun Ísafjarðarbær nálgast þau markmið að taka inn börn við 12 mánaða aldur.

5.Eyrarskjól - viðbygging - 2016020093

Kynnt staða mála er varðar nýbyggingu við leikskólann Eyrarskjól.
Farið yfir stöðu mála.

Fundi slitið - kl. 09:09.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?