Fræðslunefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Áheyrnafulltrúar fyrir grunnskólamál: Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, fulltrúi skólastjórnenda, Kristín Jóhannsdóttir, fulltrúi kennara og Laufey Eyþórsdóttir, fulltrúi kennara.
1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064
Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir fræðslunefnd og stöðu mála.
2.Heilsa og lífskjör skólanema á Íslandi (HBSC) 2018 - 2019010011
Lögð fram skýrsla með niðurstöðum rannsóknarinnar Heilsa og lífskjör skólanema á Íslandi (HBSC) greindar eftir landshlutum. Rannsóknin sem var lögð fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskóla vorið 2018 er ein viðamesta rannsókn samtímans á sviði heilsu og heilsutengdrar hegðunar ungs fólks. Skýrslan er unnin af Einari B. Þorsteinssyni og Ársæli Arnarssyni, sem jafnframt er ábyrgðarmaður íslenska hluta rannsóknarinnar. Útgefandi er Rannsóknarstofa í tómstundarfræðum við Háskóla Íslands í samvinnu við Menntavísindastofnun HÍ.
Lagt fram til kynningar.
3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018 - 2018020003
Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 13. desember, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi, 443. mál. Umsagnarfrestur er til 14. janúar nk.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1043. fundi sínum 17. desember, og vísaði því til umsagnar í fræðslunefnd.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1043. fundi sínum 17. desember, og vísaði því til umsagnar í fræðslunefnd.
Fræðslunefnd gerir enga athugasemd við tillöguna og lýsir yfir mikilli ánægju með þingsályktunartillöguna.
4.Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083
Lögð fram gjaldskrá skólasviðs Ísafjarðabæjar frá 1. janúar 2019 og minnisblað Guðrúnar Birgisdóttur skóla- og sérkennslufulltrúa dagsett 8. janúar 2019, er varðar niðurgreiðslur til dagforeldra. Starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs var á 399. fundi fræðslunefndar þann 13. desember 2018 falið að skoða og kostnaðargreina hækkun niðurgreiðslu til dagforeldra og ef veittir yrðu styrkir til þeirra. En það var ein af þeim hugmyndum sem komu fram á fundi með foreldrum barna fæddum 2017 og 2018 um lausn á dagvistarmálum bæjarins.
Fræðslunefnd leggur til að bætt verði inn í gjaldskránna leiga á heimilisfræðistofu og verðin verði þá eins og í tölvuveri. Fræðsluunefnd leggur til að niðurgreiðslan hækki upp í 54.000 með hverju barni miðað við 8 klst. vistun.
5.Persónuvernd, skóla- og tómstundastarf - 2019010012
Lögð fram drög að reglum um myndatökur og myndbirtingar í skóla- og tómstundastarfi frá Sigurði Má Eggertssyni persónuverndarfulltrúa Ísafjarðarbæjar.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að þessi drög verði gerð að reglum.
Fundi slitið - kl. 09:15.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?