Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
393. fundur 21. júní 2018 kl. 08:10 - 09:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir formaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Áheyrnafulltrúi fyrir grunnskólamál: Jóna Benediktsdóttir, fulltrúi grunnskólastjórnenda.
Áheyrnafulltrúar fyrir leikskólamál: Helga Björg Jóhannsdóttir, fulltrúi leikskólastjórnenda

Nanný Arna Guðmundsdóttir mætti ekki á fundinn og enginn varamaður var boðaður til fundarins í hennar stað.

1.Endurskoðun erindisbréfa - 2012110034

Lagt fram erindisbréf fyrir fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar.
Erindisbréf fyrir fræðslunefnd lagt fram til kynningar. Fræðslunefnd samþykkir að Guðrún Bigrisdóttir, skóla- og sérkennslufulltrúi verði ritari nefndarinnar og að fundir fræðslunefndar verði 1. og 3. fimmtudag í mánuði kl. 8:10-10.

2.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir hver staðan væri á þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

3.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs kynnir skólasviðið fyrir nýrri fræðslunefnd. Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri fer yfir siðareglur og fundarstörf.
Lagt fram til kynningar. Fræðslunefnd þakkar kynninguna.

4.Sálfræðiþjónusta - 2018060037

Kynnt erindi frá Baldri Hannessyni, sálfræðingi á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.

5.Reglur um skólaakstur í grunnskólum - 2018020058

Kynnt drög að reglum um skólaakstur í grunnskólum Ísafjarðarbæjar
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir og samþykkir reglurnar með þeim breytingum sem fram hafa komið.

6.Skóladagatöl 2018-2019 - 2018020101

Lagt fram skóladagatal Grunnskólans á Þingeyri fyrir skólaárið 2018-2019.
Erindi frestað.

7.Stafræn smiðja (Fab Lab) - 2011100054

Kynnt eru drög að samningi um starfsemi Fab Vest, stafrænnar smiðju á Ísafirði, en um er að ræða breytt rekstrarsnið frá því sem verið hefur hingað til. Framlag Ísafjarðarbæjar verður í samræmi við fjárhagsáætlun.
Bæjarráð tók samningsdrögin fyrir á 1020. fundi sínum 13. júní sl., og vísaði þeim til fræðslunefndar. Bæjarráð óskar eftir því að fræðslunefnd taki ákvörðun um það hvort verkefnið eigi að vera forgangsverkefni í grunnskólum Ísafjarðarbæjar.
Fræðslunefnd samþykkir verkefnið.

8.Endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar - 2016100048

Lögð fram drög vegna endurskoðunar á skólastefnu Ísafjarðarbæjar
Lagt fram til kynningar. Áfram verður unnið við skólastefnuna.

9.Skóladagatal 2018-2019 - 2018050060

Lagt fram skóladagatal leikskólans Laufáss á Þingeyri fyrir skólaárið 2018-2019.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við skóladagatalið.

10.Reiknilíkan fyrir leikskóla Ísafjarðarbæjar - 2017120066

Lagt fram minnisblað frá Guðrúnu Birgisdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa dagsett 22.maí 2018, er varðar endurskoðun barngilda á hvern kennara í leikskólum og minnisblað frá Margréti Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla og tómstundasviðs dagsett 20. júní 2018 með samantekt á vinnu við leikskólalíkan.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að tillögur um breytingar á fjölda barna á starfsmann verði samþykktar og felur starfsmönnum að láta fylgja kostnaðaráætlun með.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?