Fræðslunefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Endurskoðun erindisbréfa - 2012110034
Lagt fram erindisbréf fyrir fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar.
Erindisbréf fyrir fræðslunefnd lagt fram til kynningar. Fræðslunefnd samþykkir að Guðrún Bigrisdóttir, skóla- og sérkennslufulltrúi verði ritari nefndarinnar og að fundir fræðslunefndar verði 1. og 3. fimmtudag í mánuði kl. 8:10-10.
2.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064
Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir hver staðan væri á þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.
3.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064
Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs kynnir skólasviðið fyrir nýrri fræðslunefnd. Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri fer yfir siðareglur og fundarstörf.
Lagt fram til kynningar. Fræðslunefnd þakkar kynninguna.
4.Sálfræðiþjónusta - 2018060037
Kynnt erindi frá Baldri Hannessyni, sálfræðingi á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.
5.Reglur um skólaakstur í grunnskólum - 2018020058
Kynnt drög að reglum um skólaakstur í grunnskólum Ísafjarðarbæjar
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir og samþykkir reglurnar með þeim breytingum sem fram hafa komið.
6.Skóladagatöl 2018-2019 - 2018020101
Lagt fram skóladagatal Grunnskólans á Þingeyri fyrir skólaárið 2018-2019.
Erindi frestað.
7.Stafræn smiðja (Fab Lab) - 2011100054
Kynnt eru drög að samningi um starfsemi Fab Vest, stafrænnar smiðju á Ísafirði, en um er að ræða breytt rekstrarsnið frá því sem verið hefur hingað til. Framlag Ísafjarðarbæjar verður í samræmi við fjárhagsáætlun.
Bæjarráð tók samningsdrögin fyrir á 1020. fundi sínum 13. júní sl., og vísaði þeim til fræðslunefndar. Bæjarráð óskar eftir því að fræðslunefnd taki ákvörðun um það hvort verkefnið eigi að vera forgangsverkefni í grunnskólum Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð tók samningsdrögin fyrir á 1020. fundi sínum 13. júní sl., og vísaði þeim til fræðslunefndar. Bæjarráð óskar eftir því að fræðslunefnd taki ákvörðun um það hvort verkefnið eigi að vera forgangsverkefni í grunnskólum Ísafjarðarbæjar.
Fræðslunefnd samþykkir verkefnið.
8.Endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar - 2016100048
Lögð fram drög vegna endurskoðunar á skólastefnu Ísafjarðarbæjar
Lagt fram til kynningar. Áfram verður unnið við skólastefnuna.
9.Skóladagatal 2018-2019 - 2018050060
Lagt fram skóladagatal leikskólans Laufáss á Þingeyri fyrir skólaárið 2018-2019.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við skóladagatalið.
10.Reiknilíkan fyrir leikskóla Ísafjarðarbæjar - 2017120066
Lagt fram minnisblað frá Guðrúnu Birgisdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa dagsett 22.maí 2018, er varðar endurskoðun barngilda á hvern kennara í leikskólum og minnisblað frá Margréti Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla og tómstundasviðs dagsett 20. júní 2018 með samantekt á vinnu við leikskólalíkan.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að tillögur um breytingar á fjölda barna á starfsmann verði samþykktar og felur starfsmönnum að láta fylgja kostnaðaráætlun með.
Fundi slitið - kl. 09:40.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Áheyrnafulltrúar fyrir leikskólamál: Helga Björg Jóhannsdóttir, fulltrúi leikskólastjórnenda
Nanný Arna Guðmundsdóttir mætti ekki á fundinn og enginn varamaður var boðaður til fundarins í hennar stað.