Fræðslunefnd
1.Leikskólastjóri á Eyrarskjóli - ráðning 2012 - 2012080035
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við niðurstöðu bæjarstjóra.
Magnús Reynir Guðmundsson , varamaður í fræðslunefnd tekur ekki afstöðu til málsins.
2.Leikskólapláss án lögheimilis - 2012090081
Fræðslunefnd er tilbúin að veita þeim leikskólapláss í leikskólum þar sem ekki eru biðlistar, en ekki þar sem eru biðlistar nema fullt gjald komi fyrir.
3.Fjárhagsáætlun 2013 og þriggja ára áætlun - 2012090006
Fræðslunefnd telur æskilegt að hækkanir verði sambærilegar og hjá öðrum sveitarfélögum og ríkinu, nema hvað varðar leikskólagjöldin sem æskilegt væri að stæðu í stað. Skoða ber hvort að auka megi niðurgreiðslu vegna daggæslu í heimahúsi.
4.Grunnskólinn á Ísafirði 2011 - 2011030042
Fræðslunefnd leggur til að völlurinn verði byggður enda verði farið eftir reglugerðinni um öryggi leiksvæða og samráð verði haft við Heilbrigðiseftirlitið.
5.Umsóknir um úttektir á grunnskólum - 2011120054
Fræðslunefnd fagnar því að gera eigi úttekt á Grunnskóla Ísafjarðar.
6. Benedikt Bjarnason spurðist fyrir hvort að hægt væri að hafa ákveðið vinnuferli þegar kemur fram í skýrslum frá Rannsókn og greiningu atriði sem vert er að skoða, eins og t.d. um vímuefnaneyslu, hvort að hægt væri að bregaðst við á ákveðinn hátt og hvort að öflug fræðsla um vímuefni æt
Fundi slitið - kl. 16:00.
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál: Edda Graichen og Elfar Reynisson, fulltrúar kennara, Martha Lilja Marthensdóttir