Fræðslunefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Áheyrnafulltrúar fyrir grunnskólamál: Jóna Benediktsdóttir, fulltrúi skólastjórnenda, Kristín Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi kennara og Sveinbjörn Magnason, fulltrúi foreldra.
1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064
Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.
2.Beiðni um stuðning við afreksbraut við Menntaskólann á Ísafirði skólaárið 2018-2019 - 2018040003
Lagt fram bréf skólameistara Menntaskólans á Ísafirði dagsett 26. mars 2018, þar sem óskað er eftir stuðningi við afreksbraut við Menntaskólann á Ísafirði skólaárið 2018-2019.
Fræðslunefnd tekur jákvætt í erindið og felur starfsmönnum sviðsins að afla frekari gagna.
3.Reglur um skólaakstur í grunnskólum - 2018020058
Kynnt drög að reglum um skólaakstur í grunnskólum Ísafjarðarbæjar
Fræðslunefnd felur starfsmönnum sviðsins að hafa samband við Samband íslenskra sveitafélaga og fá umsögn um hvort að sveitafélaginu sé skylt að setja reglur um skólaakstur.
4.Samræmd könnunarpróf. - 2018040004
Umræða um stöðu samræmdra könnunarprófa.
Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar lýsir yfir áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin varðandi framkvæmd og úrvinnslu samræmdra prófa og telur mikilvægt að endurskoða alla þætti ferlisins. Nefndin telur mikilvægt að samræmd próf endurspegli hæfniviðmið aðalnámsskrár og þjóni þeim tilgangi að vera leiðsagnarmat. Uppbygging, framkvæmd og úrvinnsla prófa ætti að taka mið af hagsmunum nemenda og skóla. Fræðslunefnd er hlynnt einhvers konar samræmdum mælingum og telur að sú staða sem komin er upp gefi færi á að ræða hvort og þá hvernig samræmdar mælingar og námsmat sé framkvæmt.
5.Ráðning skólastjóra við sameinaðan leik- og grunnskóla á Flateyri 2018 - 2018020068
Kynnt minnisblað frá Baldri Inga Jónassyni mannauðsstjóra, er varðar ráðningu skólastjóra við sameiginlegan leik- og grunnskóla á Flateyri.
Fræðslunefnd þakkar fyrir upplýsingarnar og gerir ekki athugasemd við málið.
Fundi slitið - kl. 09:05.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?